Fannst endilega eins og ég hefði verið búinn að pósta þráð hérna en fann hann ekki...
Þetta byrjaði allavega sem bíll sem að átti að endast yfir bíladaga 2010, var ógeðslega ljótur Dodge RAM 2500HD...
Keypti hann í snatri afþví að hann átti að draga E39 535i á bílakerru á bíladaga það árið, en ekki varð af því þar sem að fjaðrarhengjurnar að aftan brotnuðu af ryði og eftir að ég lagaði það var fljótt tekin ákvörðun um að sjá hvort að ég gæti ekki gert "krafta cummins" trukk úr þessu...
eitt leiddi af öðru og í hverju skrefinu varð hann aflmeiri og betri, þangað til að boddý-ið gafst upp og þá hófst leitin að öðru body, illa gekk að finna óryðgað eintak, og eftir að hafa misst af þessum fína RAM 3500 Dually bíl, fann ég 1500 bensín RAM sem að ég keypti og færði kramið yfir í...
Var hann alltaf ætlaður sem test-tube þangað til að ég fyndi annan og fallegri hýsil fyrir kramið, hvort sem að það væri flottur Chevrolet, Ford eða Dodge, svo sprakk bremsurör og 1500 RAMinn endaði ævina á bensíndælu. Þökkum bara fyrir að enginn gangandi varð á milli eða fyrir bílnum.
Um leið fer ég á stjá, finn 2006 Ford F350 kramlausan... innréttingarlausan... hásingalausan... hálf perfect, en samt ekki... en allt kom fyrir ekki... hann er ekki til sölu...
Ákvað að hafa samband við þáverandi eiganda RM973 (Dually bíllinn sem að ég hafði misst af 2 árum áður) og samningar náðust um skipti á enduro hjóli sem að ég átti, og þar höfum við það, í stæðið var kominn stríheill og semi flottur DUALLY...
Þá svona útlítandi:

Á meðan að beðið var eftir hinum og þessum hlutum sem að vantaði uppá að klára upptekningu og smá uppfærslu á mótornum, dundaði ég mér við að sjæna greyið, pimpa hann og gera hann fínan.
Setti undir hann 285/75R16 E-Load, málaði felgurnar svartar, keypti á hann ný ljós og króm hjólkoppa, hann fékk mössun og sjæningu en hann lítur c.a. svona út í dag:

Keypti á hann LED afturljós frá Go-Recon:

og svo á ég framljós sem að ég er ekki ennþá búinn að setja á hann en þau líta svona út:

í sömu atrenu og kopparnir komu, þá mættu þessir bolir handa konunni:

Mótorinn verður sá sami og ég var með í gamla 1500 bílnum síðustu bíladaga, nema í þetta skiptið aðeins uppfærður...
Til að koma í veg fyrir að þetta bili aftur kortér í keppni var bætt við o-rings í heddið, sleeve-pins og block girdle...
Og verður að telja að mótorinn sé orðinn sama-og skotheldur í þetta skiptið, um leið ákvað ég að taka þröskuldinn úr bílnum og seldi úr honum beinskipta kassann, og er að svo stöddu að vinna í að smíða mér sprengjuhelda skiptingu

En svo að ég listi þau mod sem að hafa verið framkvæmd á mótor:
BBD 60lbs Ventlagormar
Haisley Machine O-Ring kit
Gorilla 6BT Block Girdle & Sleeve Pin kit
4000rpm revlimit
Raptor 150GPH fæðidæla
DDP Stage IV spíssar
P-7100 Olíuverk með 13mm dælum
Fuel plate fjarlægt
AFC tjúnað
20° tími á olíuverk pre-TDC
Holset Super HX40 & HX60 Twin Turbo kerfi
Það sem að ég er búinn að kaupa í skiptinguna er eftirfarandi;
RED Alto HD Master kit
Transgo SK-TFOD shift kit
Sonnax Billet Accumulator og Servo Kit
Wedge og Strut úr krómstáli (veit ekki hvað þetta heitir á íslensku)
og TCI pönnu á skiptinguna með kæliraufum

Það sem að ég á eftir að kaupa í skiptinguna til að gera hana sprengjuhelda:
TCS 300M krómstál input, intermediate og output sköft
6 pinion fremri plánetugír og 4pinion aftari plánetugír
er síðan að skoða triple disc Suncoast torque converter með stock stall speed...
Þetta ætti að gera mér kleift að launcha á 60psi án þess að mölva allt og eyðileggja, er ekkert að flýta mér núna... ef að ég næ næsta sumri þá næ ég því... ef ekki... þá bara ekki... þetta verður 100% áður en þetta fer af stað í þetta skipti

Svo er hlátursgasið tilbúið á flösku...