Við skiptum á bílum í Febrúar held ég. Svarti en með nr. B1R núna.
Ef þú ert að spá í að kaupa

Þegar ég lét hann þá var þetta fínasti bíl og er það alveg örugglega ennþá. Lakkið flott og flottur að innan. Ég held að ég hafi keyrt hann rúma 40.000km meðan ég átti hann og það var ekkert sérstakt sem kom uppá í honum, skipti um bremsur, allavega aðra spyrnuna að framan ef ekki báðar (man það ekki), tók úr honum swirl flaps dótið, tók fremsta hvarfann, keypti í hann nýjann rafmagnshitara fyrir kælivatnið og vatnslás og svo varð fjölskildubíllinn að hafa krók. Reyndar fór að skipta sér leiðinlega og ég fór með hann í eðalbíla og lét endurforrita skiptinguna í honum og svo keypti ég síuna og skolaði út af skiptingu og setti nýja olíu á... og hann var mjög góður eftir það

Þetta var reyndar mest að honum þegar ég fékk hann.
Hann var mjög þéttur og góður og var ekki hægt að finna á honum að hann væri ekinn þetta. Ég held líka að stór hluti af keyrslunni sé langkeyrsla á honum, var það hjá fyrri eiganda og mér.
ógeðslegur á þessari bílasölumynd, stálið ekki að gera sig.
