bmwkraftur.is

BMWKraftur spjallborð
It is currently Fri 02. May 2025 22:47

All times are UTC




Post new topic Reply to topic  [ 8 posts ] 
Author Message
PostPosted: Tue 08. Oct 2013 02:11 
Offline
Búðarkerrubílstjóri

Joined: Tue 08. Oct 2013 02:03
Posts: 4
Daginn!
Er með E39 sem kom til mín um daginn og ákvað að spyrja ykkur félagana.
Það var ss. verið að vinna í bílnum og vélin tekin í sundur að hluta.

Þegar bíllinn er svo settur í gang fer hann alla leið upp í 2000 RPM og sígur hægt og rólega niður í um 1000 sn., aldrei niður í þetta 200-300 sem idle á að vera.
Við setjum hann í drive og þá róast gangurinn, eftir að maður keyrir í 2-3 mínútur fer hann aftur í eðlilegan hægagang.

Það sem sló mig mest er hvað að núna er hraðamælirinn óvirkur og ABS ljósið komið í gang. Einnig er l/100 mælirinn óvirkur.
Ég les af bílnum og tek eftir því að aftari ABS skynjararnir eru óvirkir, en þeir að framan virka fínt.
Tók svo mælaborðs-testið og allt kemur vel út þar, þeas. allar stangir virka og öll ljós, svo þetta er ekki mælaborðið sjálft.

Þetta virðist svo valda því að sjálfskiptingin er hætt að virka eðlilega og skiptir ekki úr fyrsta gír, nema með step-tronic(manual), ætli það sé ekki vegna ABS skynjarana?

Kannast einhver við þetta vandamál? Hef verið að lesa mig til og margir hafa bent á að ABS heilinn sé að klikka. Neita að trúa því fyrr en allt annað hefur verið fullreynt.
Er sama öryggi fyrir ABS að framan og aftan?


Top
 Profile  
Reply with quote  
PostPosted: Tue 08. Oct 2013 11:38 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Tue 27. May 2003 07:47
Posts: 12484
þegar ABS að aftan klikkar þá getur það lýstr sér akkurat svona.

E39 bíll sem ég var með gerði þetta. skiptingin fór í rugl, abs datt út. og mótorinn var í rugli. það var ónýtur ABS hringur/hjólalega
það var líka 540 bíll.
hann er að nota uppslýsingar frá wheelspeed sensornum í flr hluti, þessvegna fer svona mikið í fokk þegar hann dettur út

ég átti annan e39 sem heilinn sjálfur fór í og hann gerði þetta ekki, heldur datt bara ABS og spólvörn út. seinna fór svo hraðamælirinn að fokka, þegar heilinn fór þá kom hann alltaf bara með villuboð á aftari skynjarana,

_________________
M.benz E320 Family Wagon
Chevrolet Silverado vinnujálkur
Chevrolet Silverado skúrajálkur
Cadillac eldorado 1973, ísbíll


Top
 Profile  
Reply with quote  
PostPosted: Tue 08. Oct 2013 13:43 
Offline
Búðarkerrubílstjóri

Joined: Tue 08. Oct 2013 02:03
Posts: 4
íbbi_ wrote:
þegar ABS að aftan klikkar þá getur það lýstr sér akkurat svona.

E39 bíll sem ég var með gerði þetta. skiptingin fór í rugl, abs datt út. og mótorinn var í rugli. það var ónýtur ABS hringur/hjólalega
það var líka 540 bíll.
hann er að nota uppslýsingar frá wheelspeed sensornum í flr hluti, þessvegna fer svona mikið í fokk þegar hann dettur út

ég átti annan e39 sem heilinn sjálfur fór í og hann gerði þetta ekki, heldur datt bara ABS og spólvörn út. seinna fór svo hraðamælirinn að fokka, þegar heilinn fór þá kom hann alltaf bara með villuboð á aftari skynjarana,


Hef verið að lesa mig til um þetta, og já, hraðamælirinn og ssk. miðar allt við aftari ABS skynjara svo þetta eru tengd vandamál.
Er þó bjartsýnn að eðlisfari og vonast til þess að það sé hægt að laga þetta án þess að kaupa nýjan ABS heila.

Er eitthvað sem mönnum dettur í hug, annað en að fá nýjan heila?
Ef það færi svo að það þyrfti nýjan heila, er hann bara plug-and-play eða þarf eitthvað að fara með svona í 'kóðun' hjá einhverjum besserwisserum?


Top
 Profile  
Reply with quote  
PostPosted: Tue 08. Oct 2013 13:52 
Offline
Getawaybílstjóri
User avatar

Joined: Sun 20. Jan 2013 23:06
Posts: 646
Location: HFJ
Held að ný hjólalega sé málið einsog ibbi segir hérna fyrir ofan, man að það var einn hérna fyrir ekki svo löngu síðann sem var að lenda í allskyns ABS veseni útaf hjólalegu.

_________________
E36 COUPÉ 325 93' M50B25


Top
 Profile  
Reply with quote  
PostPosted: Tue 08. Oct 2013 15:23 
Offline
Búðarkerrubílstjóri

Joined: Tue 08. Oct 2013 02:03
Posts: 4
thorsteinarg wrote:
Held að ný hjólalega sé málið einsog ibbi segir hérna fyrir ofan, man að það var einn hérna fyrir ekki svo löngu síðann sem var að lenda í allskyns ABS veseni útaf hjólalegu.


Það er líka ágætis hugmynd, en hverjar eru líkurnar á því að báðar aftari hjólalegur klikki við það að taka í sundur vél og smella aftur í gang? :)


Top
 Profile  
Reply with quote  
PostPosted: Tue 08. Oct 2013 17:24 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Tue 27. May 2003 07:47
Posts: 12484
þegar að bíllinn hjá mér lét svona þá var það hjólalegan, eða ABS hringurinn réttara sagt sem var farinn, og þ.a.l datt skynjarinn út

eru ekki líkur á að bíllinn sé að láta svona yfir höfuð útaf þessu, ekki að hjólalegurnar hafi eyðilagst meðan bíllinn var í vélarviðgerð.
átt þú bílinn, eða prufaðiru hann fyrir?

þegar þetta gerðist hjá mér hafði ég aldrei heyrt um þetta. og satt að segja aldrei geta tengt sjálfur að vélin og skiptingin væru í ruglinu út af abs.


svo hafði ég afskipti af 99 540 í vetur sem þjáðist af major draugagangi og eigandinn var að verða búinn með handabökin til að naga. það var skipt um hjólalegur og abs skynjara og hann var allur hinn hressasti á eftir (bíllinn þ.e.a.s)


þú átt að geta fengið heila með sama númeri og prufað held ég

_________________
M.benz E320 Family Wagon
Chevrolet Silverado vinnujálkur
Chevrolet Silverado skúrajálkur
Cadillac eldorado 1973, ísbíll


Top
 Profile  
Reply with quote  
PostPosted: Tue 08. Oct 2013 22:36 
Offline
Búðarkerrubílstjóri

Joined: Tue 08. Oct 2013 02:03
Posts: 4
íbbi_ wrote:
þegar að bíllinn hjá mér lét svona þá var það hjólalegan, eða ABS hringurinn réttara sagt sem var farinn, og þ.a.l datt skynjarinn út

eru ekki líkur á að bíllinn sé að láta svona yfir höfuð útaf þessu, ekki að hjólalegurnar hafi eyðilagst meðan bíllinn var í vélarviðgerð.
átt þú bílinn, eða prufaðiru hann fyrir?

þegar þetta gerðist hjá mér hafði ég aldrei heyrt um þetta. og satt að segja aldrei geta tengt sjálfur að vélin og skiptingin væru í ruglinu út af abs.


svo hafði ég afskipti af 99 540 í vetur sem þjáðist af major draugagangi og eigandinn var að verða búinn með handabökin til að naga. það var skipt um hjólalegur og abs skynjara og hann var allur hinn hressasti á eftir (bíllinn þ.e.a.s)


þú átt að geta fengið heila með sama númeri og prufað held ég

Ég las af bílnum nokkrum vikum áður, þá voru allir abs i góðu. Núna les ég af bílnum og aðeins front skynjararnir virka, ekkert kemur frá rear. Hef verið að lesa mig til og fundið út að ssk og hraðamælar taka uppl. Frá abs skynjurunum.


Top
 Profile  
Reply with quote  
PostPosted: Wed 09. Oct 2013 18:41 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Tue 18. May 2004 03:33
Posts: 15561
Location: Keflavík
finnst líklegra að ABS dælan/main unit sé fried...

_________________
Owner of: Anax Tuning IvS
Danmark
--------------
99' BMW E36 330i Turbo - 634whp/781wnm
ImolaRot
--------------
04' Ford F550 6.0 Powerstroke - ???hp/???nm
ImolaRot
--------------
06' BMW E61 535d - 442hp/871nm
Spacegrey Metallic


Top
 Profile  
Reply with quote  
Display posts from previous:  Sort by  
Post new topic Reply to topic  [ 8 posts ] 

All times are UTC


Who is online

Users browsing this forum: Google [Bot] and 1 guest


You cannot post new topics in this forum
You cannot reply to topics in this forum
You cannot edit your posts in this forum
You cannot delete your posts in this forum

Search for:
Jump to:  
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group