Sælir, ég fjárfesti mér í einum Z3 um helgina. Hef alltaf langað að taka bíl sem þarf mikla ást og gera hann vel upp. Fínt vetrarproject!
Bíllinn er þannig séð mjög hrár. Lítið af aukabúnaði. Hann er með 1.9 lítra vél, beinskiptur.
Hann er aðeins ekinn 133.xxx km sem er ekki mikil keyrsla á 14 ára gömlum bíl. En bíllinn þarfnast mikillar ástar útlitslega séð!
Plönin mín fyrir næsta sumar er:
Heilmálun
Flottar felgur (bbs style 5 kemur vel til greina)
Kaupa nýjan plastglugga í afturrúðuna
Skipta út öllum ljósum að utan
Ný grill
Ný BMW merki
Rífa spoilerinn af og kaupa lip
Nýtt handbremsuhandfang + gírhnúa og leður
Laga leðrið í sætum (bílstjórasætið rifið og ljótt)
Skipta út græjum fyrir orginal græjum
Skipta út öllu krómi
og örugglega eitthvað fleira, þigg vel aðrar hugmyndir!



skemmd á sílsinum farþegamegin

mega ljótur spoiler + afturljós, sést líka skemmdin á plastglugganum

hér sést rifan í bílstjórasætinu, það er líka rifið í hliðinni á því (var ekki með lykilinn á mér, þessi mynd þarf að duga)


svo slæm nýru

flottir saman


passar vel í flotann hjá okkur feðgunum
En endilega komið með hugmyndir hvað ég ætti að gera, ef ykkur líst ekki vel á plönin.
Mig vantar líka orginal fjöðrun í þennan bíl, finnst hann vera alltof lágur, heyrist líka skrítið bank hljóð að framan þegar ég beygi til hægri/vinstri á lítilli ferð. Örugglega skemmd í gormum.