datt í hug að þið hefðuð gaman af því að hlæja með mér að nýjasta dótinu í "skúrnum"
ég keypti þetta fyrr í sumar. hefur langað í svona apparat síðan ég var krakki, en aldrei látið verða af því
rakst síðan á þennan og sá fram á að við gætum orðið goðir vinir.
þetta er 73árgerð af Cadillac Eldorado, með 500cid mótor (8220cc) og hélt heimsmetinu yfir stæðstu fjöldaframleiddu bílvél ever. og er það í raun enn þar sem það er bara viper búinn að fara yfir þetta. en hann telst varla fjöldaframleiddur m.v bíla almennt.
bíllinn er orginal og óuppgerður, en hefur greinilega fengið málningu einhverntíman á lífsleiðini. hann kemur frá californiu árið 2006 og var þar frá 73.
eftir því sem ég best veit er hann aðens ekinn 54þús. og ber það nú með sér
bíllinn er dynasty rauður, með hvítum hálf vinyl topp, opera gluggum og eld mellu rauðri fleetwood innréttingu.
þetta er nú bara sparispari, trekkt í gang á góðum sunnudögum. ég prufaði samt að daily drive-a honum í 2 vikur og það var nú bara ansi ljúft. fyrir utan eyðsluna, sem er gríðarleg.
en það er bara búið að vera gaman að prufa þetta. og það verður ekki tekið af honum að það er raunverulega gott að keyra hann, og þá sérstaklega að sitja í honum, sem líkist því miklu meira að sitja í stofusófa en bílsæti






