Keypti þennann fyrir 2 mánuðum eða svo.
Fæ lánaðar eldri myndir frá fyrri eiganda. Hann verður að láta mig vita ef það er ekki í lagi.
En basic info
BMW E34 Sedan
04/1991
M50B25 non vanos
192 HP
245 NM
25% sperr drif
SSK .. en fékk BSK M50 kassa með.
Ekinn 236.000
Skoðaður 2014
18" Staggered Artec felgur 8" framan og 10" aftan
16" vetrarfelgur á lala dekkjum
Framleiddur án hvarfakúts
Svört leður innrétting í mjög góðu ástandi
Armpúðar
Aftakanlegur krókur .. en krókinn vantar
Hiti í sætum
Stóra OBC
CD/MP3/AUX headunit
BMW Hi-fi system
Rafmagn í öllum rúðum
Samlæsingar
Lækkaður .. veit þó ekki hversu mikið.. þarf að kanna það betur
Tvískipt miðstöð
Þegar ég kaupi bílinn er hann í alls ekki góðu ásigkomulagi.
Fyrri eigandi bombaði á kant til að forðast árekstur og beyglaði eina Artec felguna en
hún beyglaðist bara.. álið rifnaði ekki sem betur fer. Ég býst við að fara með hana í
áliðjuna á næstu dögum þegar tími gefst.
Stýrisbúnaður hafði ekki gott af þessum kannti. Það þurfti að skipt um stýrisupphengjufóðringu,balansstangarenda,
aftari spyrnur að framan.
Einnig eru allir demparar búnir en gormar eru í lagi.
Mótstaðan í bensíntanki er nánast brotin í tvennt! hvernig það gerðist er góð spurning

Skúli reddar

Frambrettin eru nánast horfin niðri við sílsana.. Skúli reddar

Afturhjólalega v/m var alveg kapútt
ABS-krans v/m aftan vantar tönn, þannig að ABS er alltaf að stríða á lágum hraða.
Bremsurör v/m aftan voru kapútt. Sekskantur á nipplum var horfinn.
Fyrri eigandi sagði að hann væri með einhverja vélarbilun. Bíllinn var að drepa á sér þegar vélin næði
vinnsluhita. Það kom í ljós að ventlalokspakkningin var handónýt og 3 öftustu kertagangarnir voru fullir af olíu.
Sjálfskiptingin var að haga sér undarlega með hörðum skiptum og eins og hún væri alltaf í "N" þegar ég t.d keyrði upp
að hringtorgi og bremsaði og ætlaði að gefa inn aftur út úr torginu. Þá var revar hann bara og þurfti að bíða í 2-3 sek til að
hún kæmi sér í þrep. Einnig var hún ekkert ánægð með að fara í efsta þrepið.
Bremsur að framan þarf að skipta út. Diskar hafa verið rendir og eru þeir sléttir og fínir en orðnir vel þunnir. Klossar eru samt nýlegir
handbremsuborðar að aftan eru orðnir of slitnir, ekkert nema nýtt þar kemur til greina
Það þarf að skipta um bremsuþreifara að aftan
Eithver ógeðsleg sveppasía var komin í húddið en orginal boxið fylgdi með.
Svo var öryggið fyrir framljós v/m kapútt

Svo það var bara ekkert annað í stöðunni en að gera greyið gott.
Það sem ég er búinn að gera :
Skipta um stýrisupphengjufóðringu h/m
Skipta um aftari spyrnu v/m framan
Skipta um balansstangarenda h/m framan
Skipta um ventlalokspakkningu, þrífa kefli og tékka kerti
Skipta um hjólalegu v/m aftan
Skipta um báðar bremsuslöngur og rör v/m aftan
Tékka á skiptingu, fylla á og láta skiptingu læra upp á nýtt. Smooth as a babies butt núna
Skipta um öryggi fyrir framljós v/m
Þvo allann vélarsalinn, orðinn ansi snyrtilegur núna. Var orðinn ógeðslegur útaf olíuleka.
Hennti þessari sveppasíu og kom orginal boxinu fyrir
Skipta um olíu og olíusíu, OEM auðvitað
Skipta um bremsuvökva á öllu kerfinu
Svo er bara að halda áfram...
Ný mótstaða fer í tankinn núna um helgina
Fæ brettin á morgun og verða þau græjuð fyrir sprautun
Þarf að redda dempurum allann hringinn
Býst við að panta allt í bremsur frá DK ásamt aftari spyrnu h/m framan, handbremsudóti og eithvað meira smádót
Þarf að redda nýrri rúðuþurrku v/m
Láta dökku afturljósin á aftur, þau voru tekin af vegna skoðunar
gera Hella dark look á framljósin
Kaupa smókuð stefnuljós að framan
Kaupa eða græja shadowline nýru
Henda framfelgu í réttingu og redda nýjum dekkjum
Sjá hvort að ég geti fundið allt það sem vantar í BSK swappið. Er bara með kassann þannig að þetta er slatti sem vantar.
Alþrif að innan og bera á leðrið
Massa kvikindið
og keyra..........
Annars er þessi bíll alveg lygilega þéttur! allar hurðar lokast eins og þær voru nýjar. Maður heyrir lítið vegarhljóð inn í bílnum
og þrátt fyrir slappa spyrnu og ónýta dempara. Allt rafmagn í virkar og engin pixla vandræði. Vélin gengur rosalega ljúft og hljóðið er
nákvæmlega eins og það á að vera

Undirvagn er mjög heill og engin göt að finna þar. Það þarf að vinna soldið í honum og eyða smá
en hann er vel þess virði að bjarga.
Nokkrar myndir frá síðasta ári. Og þetta eru myndir frá fyrri eiganda. Hann er aðeins skítugari og á vetrarfelgum í dag.
Kem bráðum með aðrar myndir og mynda uppfærslur







Kv. Helgi