bmwkraftur.is

BMWKraftur spjallborð
It is currently Wed 21. May 2025 10:31

All times are UTC




Post new topic Reply to topic  [ 5 posts ] 
Author Message
 Post subject: E38 728i
PostPosted: Fri 08. Feb 2013 03:15 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Fri 12. Mar 2004 22:17
Posts: 3878
Location: Mosó city
Ég hef átt þónokkra BMWa en aldrei gert þráð um neinn af þeim, enda voru það eginlega ekki verðugir bílar.. en þessi er keeper. Ég eignaðist þennan bíl síðasta sumar og hann hefur beðið eftir tíma og peningum í að gera við hann og koma honum í notkun. Markmiðið er að klára þetta fyrir sumarið.

Þetta er 1999 árgerð og upprunalega facelift, en hann hefur lent í framtjóni og eigandinn líklegast fengið pre-facelift partana og ljósin á betra verði. Fullkomið :D
>Bangle pre-facelift über alles


Image


Vehicle information

Type Value
VIN WBAGE41090DN18202
Type code GE41
Type 728I (EUR)
E series E38 ()
Series 7
Type LIM
Steering LL
Doors 4
Engine M52/TU
Displacement 2.80
Power 142
Drive HECK
Transmission AUT
Colour ORIENTBLAU METALLIC (317)
Upholstery STANDARDLEDER/SCHWARZ (N6SW)
Prod.date 1999-04-16

Options

Code Description (interface) Description (EPC)
S261A SEITENAIRBAG FUER FONDPASSAGIERE Side airbags for rear passengers
S303A LM RAEDER/ELLIPSOIDSTYLING 60 Burglar al. with tilt alarm sensor
S320A MODELLSCHRIFTZUG ENTFALL Deleted, model lettering
S401A SCHIEBE-HEBEDACH, ELEKTRISCH Lift-up-and-slide-back sunroof, electric
S423A FUSSMATTEN IN VELOURS Floor mats velours
S428A WARNDREIECK Warning triangle and first aid kit
S441A RAUCHERPAKET Smoker package
S494A SITZHEIZUNG FUER FAHRER/BEIFAHRER Seat heating driver/passenger
S549A FUNKUHR Exklusiv-Uhr
S609A NAVIGATIONSSYSTEM PROFESSIONAL Navigation system Professional
S629A AUTOTELEFON MIT KARTENLESER VORN Car telephone (GSM) w card reader, front
S670A RADIO BMW PROFESSIONAL Radio BMW Professional RDS
L801A DEUTSCHLAND-AUSFUEHRUNG National version Germany/Austria
S863A SERVICE KONTAKT-FLYER EUROPA Dealer List Europe
S879A DEUTSCH / BORDLITERATUR Bordliteratur deutsch

Standard equipment

Code Description (interface) Description (EPC)
S202A STEPTRONIC Steptronic
S548A KILOMETERTACHO Kilometre speedo

Information

Code Description (interface) Description (EPC)
S473A ARMAUFLAGE VORN Armrest front
S602A BORDMONITOR MIT TV On-board monitor withTV


Ég byrjaði í október á því að rífa undan honum skiptinguna, og með hellings hjálp þá hófst það á 6 tímum. Önnur eldgreinin var brotin í tvennt innan í hitaskildi svo það var ekkert annað í stöðunni en að rífa það upp og sjóða allt saman aftur. Pústið var smá stíft aftur á eldgreinarnar en annars tókst það með smá herkjum.
Svo var bara lagst í lestur um skiptinguna sem er ZF 5HP19, og upp með verkfærin og byrjað að spaða. Ég tók allt úr skiptingunni og var hún í fínasta lagi mekkanískt séð, fyrir utan nokkra diska sem var kominn tími á. Hins vegar var torque converterinn búinn að festa sig í fóðringu og skemma út frá sér olíudæluna sem ég pantaði svo bara ásamt diskunum í gegn um Ljónsstaði. Olíudælan hafði farið að leka og tæmt skiptinguna, en það er öryggi á skiptingunni sem passar að hún keyri ekki þurr.
Nýjum rafgeymi og 150 þúsund kalli síðar fór skiptingin saman og virkar hún núna fínt í gegn um alla gíra bæði venjulega og með steptronic en bara þangað til bíllinn hitnar eða maður ýtir á bremsuna; ABS heilinn er að öllum líkindum dauður. Það er alræmt að ABS heilinn valdi allskyns vandamálum og jólaljósum í E38 og þar á meðal TFS (Trains Fail Safe program) error sem veldur því að skiptingin virkar bara í 3ja gír. Bíllinn hefur líka öll hin einkennin fyrir því að heilinn sé farinn; hraðamælir og eyðslumælir eru dauðir og ABS og DSC ljósin loga... svo ég er að vinna í því núna að finna fyrirtæki í UK/NL sem getur gert upp heilann eins og gert er hér:

Það sem vantar í hann/þarf að endurnýja: (sendið PM ef þið eigið þetta til)
Stenuljós, framan hægra
Barka í húddlæsingu
M52TUB28 ventlalok
E38 vatnskassa með forðabúri og hosum
Kastara
Útihitamæli
Shadowline, tape líklegast
Hurðarlista h/m aftan

Svo er ég búinn að verða mér út um staggered 18" Artec felgur, ætla mér að setja 275/40 að aftan og 225/45 að framan.

Kem næst með update þegar ABS heilinn er kominn úr uppgerð að utan. *fingerscrossed*

_________________
E53 X5 4.4i


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject: Re: E38 728i
PostPosted: Fri 08. Feb 2013 12:47 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Tue 27. May 2003 07:47
Posts: 12484
skoðaði þennan, þetta er hinn efnilegasti bíll. mjög vel búinn

_________________
M.benz E320 Family Wagon
Chevrolet Silverado vinnujálkur
Chevrolet Silverado skúrajálkur
Cadillac eldorado 1973, ísbíll


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject: Re: E38 728i
PostPosted: Mon 09. Sep 2013 11:08 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Fri 12. Mar 2004 22:17
Posts: 3878
Location: Mosó city
Kominn tími á smá update fyrir þennan:

Hann hefur fengið eitt og annað endurnýjað og lifir betra lífi í dag fyrir vikið :) Er í daglegri notkun.

Vatnslás + hús
Bosch 100ah rafgeymir
Bosch ABS heili
MAF hosur
Útihitamælir kominn í
Fullt fleira smálegt komið í lag

Keypti mér einnig OBDI/II USB kapla svo ég geti lesið af bílnum og kóðað hann. Það opnaði fullt af möguleikum, og var sérstaklega gaman að fikta í light control module... setti þ.á.m. hazardinn á doppelimpuls, ásamt því að fínstilla bílinn alveg eins og ég vill hafa hann.
Er þó í vandræðum með ABG module, þar sem ég losna ekki við airbag ljósið - þrátt fyrir að hafa prófað að slökkva á öllum loftpúðum og beltanemum. Þarf að finna út úr því.

Bíllinn hefur komið virkilega á óvart hvað varðar eyðslu (10-12ltr/100km) fyrir 1800kg sjálfskiptan bíl, og svo er þetta bara alls ekki síbilandi eins og hryllingssögurnar segja.

Næst á dagskrá fyrir þennan er að laga pixlana í mælaborði (keypti eBay repair kit) og skipta um oil separator/PCV þar sem minn er farinn að væla vegna stíflu. Einnig eru 18"x 8"fr/10"aftan felgurnar mínar í viðgerð hjá Áliðjunni sem stendur.
Kem með myndir af fendergappinu þegar þær eru komnar undir :mrgreen:

_________________
E53 X5 4.4i


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject: Re: E38 728i
PostPosted: Tue 10. Sep 2013 07:02 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Sun 11. Mar 2007 20:57
Posts: 1783
Location: Kaupmannahöfn
Gætu verið tengi við beltin sem eru með leiðindi, minniháttar sambandsleysi kannski?

_________________
Volvo 945 Túúúúúrbó

Image


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject: Re: E38 728i
PostPosted: Sat 14. Sep 2013 15:05 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Fri 12. Mar 2004 22:17
Posts: 3878
Location: Mosó city
Já ég þarf að skoða þessi tengi fyrir sætisbeltin.

Annars fékk þessi pixla í mælaborðið sitt í gærkvöld, þetta var ca. 4-5 tíma dund að rífa clusterið í sundur og gera við. Ekki annað hægt en að vera sáttur við útkomuna.

_________________
E53 X5 4.4i


Top
 Profile  
Reply with quote  
Display posts from previous:  Sort by  
Post new topic Reply to topic  [ 5 posts ] 

All times are UTC


Who is online

Users browsing this forum: No registered users and 15 guests


You cannot post new topics in this forum
You cannot reply to topics in this forum
You cannot edit your posts in this forum
You cannot delete your posts in this forum

Search for:
Jump to:  
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group