Einusinni fór ég yfir þetta í umferðarlögum og ef ég man rétt þá var það sem ég fann um þetta þannig hljóðandi að það eru engar specific reglur fyrir Xenon hér á Íslandi, annað en að ljósabúnaður má ekki vera of blár (man ekki hvort það var skilgreint hvað var of blátt) og hann þarf að vera í samræmi við evrópulög og evrópulög segja að bílar með Xenon verða að vera með projector kúlur í ljósunum og með ljósaþvott. Ég nenni samt alls ekki að fara að finna þetta aftur, það má einhver annar sjá um það ef hann hefur áhuga

Ef að bílar á Íslandi eru orginal með Xenon eða ekki með ljósaþvott, þá er búið að fjarlægja ljósaþvottinn, eða þeir eru með orginal Xenon ljós úr öðrum bíl.
Það er ekki farið mjög strangt eftir þessu hér á landi. Bíllinn minn er sem dæmi orginal með ljósaþvott en ekki xenon. Ég fjarlægði ljósaþvottinn (ljótt drasl) og setti aftermarket Xenon í hann 4300K og fór léttilega í gegnum skoðun þannig.
Einu bílarnir sem ég veit um sem komu orginal með Xenon en ekki projector kúlur eru Lexus IS200/300, en þeir komu samt með ljósaþvott ef þeir voru með Xenon.