Ok..
þannig að það er bullshit að ástæðan fyrir því að það eru engir kappakstursbílar á Íslandi sé sú að það er engin kappakstursbraut??
Ég ætla að leyfa mér að fullyrða að ef það væri hægt að keyra svona græjur einhverstaðar á Íslandi, þá væru þessar græjur til, og menn væru að gera og græja út um allt land.
Sjáðu bara torfæruna. Ef það væri ekki einn einasti hóll á Íslandi væru menn ekki að græja þessa bíla. Kostnaðurinn hefur ekki staðið neit rosalega í vegi fyrir ævintýranlega dýrum græjum.
Sjáðu jeppakúltúrinn. Ef það væru ekki fjöll eða jöklar á Íslandi væru menn ekki að græja bíla í það. Menn hafa verið óhræddir við að finna hreinlega upp hjólið þar með ærlegum tilkostnaði og unnið sér jafnvel inn orðstýr erlendis.
Af sama skapi sér maður ekki marga 44" breytta bíla hérna á meginlandinu. Aðallega vegna þess að það er engin aðstaða til aðkeyra þá.
Ástæða þess að keppnisgræjur eru til í þúsundatali erlendis er einfaldlega sú að þar er aðstaða.
Kaupmáttur Íslendinga hefur í gegnum árin verið frábær, ef menn eru að bera saman kostnað við innflutning á bílum ættu þeir að undra sig á því hvernig Norðmenn geta verið með þeim færustu í breytingum og tjúni. Þar kosta hlutirnir sitt og tollar á bíla eru stjarnfræðilegir.