Ég elska BMW!!!
Fyrir nákvæmlega ári síðan!! tók ég eftir því að það fór að aukast tikk í mótorum hægt og rólega,
svo greinilega jókst það til muna þannig að ég drap á í hasti og dró bílinn heim. Kippti af honum öðru
ventlalokina og sá dágóðan part af tímakeðjusleðanum þar

Næsta mál á dagskrá var að rífa framan af mótornum og íhuga málið, og var þetta allt saman gert í
rólegheitunum sem varð til þess að bíllinn komast í lag í kringum páskana minnist mig

En það sem var skipt um voru tímakeðjusleðarnir, vatnsdælan, strekkjarinn pakkdós utan um sveifarás í gegnum tímakeðjulokshlífina, haugur af O hringjum og hellingur af pakkningum og örugglega einhvað meira sem ég er að
gleyma, allt þrifið gert fínnt!!


Byrjaði að nota bílinn og þá fór að leka litla rafmagnsdælan sem dælir vatni inná miðstöðina fyrir rest dæmið og ef bíllinn gengur hægagang til að halda uppi þrýstingi.

Oooog þegar það var komið í lag fór afturdrifið (Y)


og ein mynd af olíunni á drifinu

Fann eitt drif á partasölu hérna og þeir vildu fá svo hátt verð fyrir drifið að það koma ekki til greina að kaupa það!
Og eftir að hafa talað við drif sérfræðing á verkstæðinu hjá BL og lesið allt internetið ákvað ég bara að kaupa
notað drif á eBay og vona að það sé í lagi
