gstuning wrote:
Menn virðast ekki skilja hvað "stytta" gorma þýðir og vilja kalla það fúsk.
styttri framleiddir gormar eru lítið annað enn það sama, gefið að lengri gormar hafa verið styttir í ákveðna lengd með því að skera nákvæmlega jafn mikið af báðum gormum og án þess að hita upp gorminn svo mikið að hægt sé að hafa áhrif á stífleika hans. Staðreynd.
Ef maður mælir oem gorminn er hægt að reikna hversu mikið þarf að skera til að fá X stífleika. Talk about some science!! Staðreynd.
Það sem er fúsk er að runna alltof stífa gorma við ákveðna dempara.
Menn geta endilega reynt að rökræða gegn mér í þessu, mér hlakkar til að að leiðrétta ...........................................
Það er fúsk að stytta gorma við dempara sem eru ekki stilltir fyrir það þar sem dempararnir eru með "miðju" sem er núllpunktur á vinnslusvæði sem er hæðin á bílnum.
Það er fúsk að stytta gormana á orginal dempara því þá ertu ekki í réttri vinnsluhæð fyrir demparann.
Það er fúsk að stytta gorma þar sem næsti coil fyrir ofan/neðan er sjaldnast í sama þvermáli og sá hringur sem á að sitja í demparanum og því situr gormurinn ekki rétt í skálinni.
Það er fúsk að stytta gorma þar sem þú ert að eyðileggja vinnu sem menn hafa lagt í að hanna fjöðrunarkerfi bílsins með ákveðinn stífleika og hæð á gormum til hliðsjónar og fer allur karakter úr bílnum.
Það er fúsk að stytta gorma þar sem flestir "slamma" það mikið að engin leið er að hjólastilla skekkjur úr bílunum sem koma við lækkun.
ps Of mikil lækkun er í öllum tilvikum ljót að mínu mati.
ps2 Hvernig setur rennir maður upp þessum flamesuit?
Þetta er allt gott og blessað enn er alveg það sama og að setja bara 60mm lækkunargorma undir bíl með venjulega dempara.
Það er enginn munur á gorm sem hefur verið styttur og gefur 100nm/mm vs lækkunargorm sem er líka 100nm/mm og þeir setji bílinn í sömu hæð.
Það eru einnig fleiri dauð coil í heilum gorm á meðan skorinn gormur er bara aktív coils sem þýðir að hann er stífari við littla hreyfingu enn sama eftir það.