Til sölu eitt stykki kramlaus E30 blæjubíll sem vantar gott heimili.
BMW E30 3xxC
Árg. 1989
Ekinn: 20x.xxxkm.
Blóðrautt leður
Manual sportsæti með hita og lumbar support í framsætum og buckets með hauspúðum afturí.
Nýleg manual blæja
Rafmagn og hiti í speglum
CD spilari með útvarpi
Check control talva
Leðurklætt Mtech I stýri
14" Baskeweaves álfelgur
Ég er búinn að eiga bílinn síðan í nóvember 2007 en hann var fluttur inn til landsins í júní 2005 af Smára Lúðvíkssyni og er hann upprunalega E30 325iC. Planið mitt er/var að setja M60B40 í húddið á bílnum og er ég því búinn að selja úr honum vélina og gírkassan ásamt nokkrum öðrum hlutum sem ekki þarf í M60 swappi. Bíllinn hefur staðið að mestu inní upphituðu rými síðastliðin þrjú-fjögur ár og situr þar nú í dag án framsvuntu, -stuðara, grilla, og aftursvuntu,-stuðara. Boddýið sjálft er í þrusugóðu ástandi og er botninn með öllu ryðlaus rétt eins og restin af bílnum að undanskyldu smávegis ryði í vélarrými. Brettin á bílnum er rúlluð og "flare'uð" og hefur lakkið átt betri daga en í dag er silfurlitað skottlok á bílnum með Mtech I spoiler og er ný framrúða í bílnum. Toppirinn er í mjög góðu standi enda nánast nýr en það þarf að stilla rúðurnar og toppinn eftir að skipt var um hann og eru nú nýjar pumpur í blæjulokinu. Innréttingin er sú flottasta í E30 hér á landi að mínu mati og er í mjög góðu standi.
Með bílnum fylgir ný og ómáluð OEM pre-facelift framsvunta, pre-facelift kastarar í topp standi, Mtech I framsvunta, Mtech I aftursvunta og afturstuðari.
Fjöðrunin í bílnum er í góðu standi með Bilstein sport framdempara(2008), Hartge lækkunargorma en ég veit ekki hvernig afturdemparar eru í bílnum.
Það er E30 stýrismaskína í bílnum með nýjar hosur og nýja ytri stýrisenda en þeir innri eru ónýtir.
Ný bensínsía er í bílnum og bensíndælan er síðan 2008.


Þessi elzka er seld!Öll skítköst eru pent afþökkuð.