Ekkert búið að gerast í þessum bíl þar sem ég hef ekki getað pússað framendann á honum eins og mig langaði,,,,,út af bíl sem var þarna inni líka.
En þann 12. janúar árið 1988 var þessi bifreið nýskráð á Íslandi (s.s. 25 ár síðan á morgun).
Umferðarstofa voru harðir á því að ég gæti ekki skráð hann sem fornbifreið fyrr en 25 árum eftir þá dagsetningu,,,,
en ekki 25 árum eftir að hann var framleiddur, sem er í Nóvember 1987........
Svo að í dag græjaði ég fornbílaskráningu á þennan bíl,,,,,
Það þýðir að núna á ég þrjá fornbíla:
1. BMW 533i 1983 (Gullið)
2. BMW 745i 1984
3. BMW 535i 1987 (Silfrið)
No 1 og 2 eru eins og er á númerum, tryggðir og með fullgilda skoðun. Ekki leiðinlegt það

No 3 bíður sallarólegur eftir að á hann verði mountaðir nýir járnhliðarsílsar, ný járnframsvunta,,,,,,,lagfært ryð, mountað á M-tech kitt og svo heilmálaður.
Hér má sjá mynd af E28 533i og E23 745i 1984 tekna í haust 2012.

Svo er ein gömul og góð af E28 535i (þessum þráð,,,,) síðan 2008.
