Að vissuleiti mjög sammála, Rondell felgurnar eru gullfallegar.
En ég kaus frekar 18" + góð dekk fyrir veturinn yfir 17"
Næsta skref er 18" Rondell Staggered

edit: 23:31
Keypti bílinn með ABS og ASC ljósu sífellt logandi. Lásum af bílnum og það voru skynjararnir að framan. Skipti um þá en ljósið fór ekki.
Var núna að enda við að skipta um hjólalegu að framan, bílstjóramegin, og viti menn, LJÓSIN HURFU og hann bremsar eins og í sögu.
Hann er alveg að verða eins og nýr úr pakkanum hjá mér.
Á til millibilsstöng með innri stýrisendum og pakkdós í drifið, fer að henda þessu í hann á næstu vikum, þó það sé ekkert acute mál.
Tók nokkrar myndir í tilefni þess að gulu ljósin hurfu úr mælaborðinu í kvöld

Works like a CHARM.
Gamla úr

Gamla vs. nýja

ABS/ASC ljósin hypjuðu sig í burtu með skottin á milli lappanna

Ein af facelift, leds og style 123

Næsta skref er að kaupa hurð þar sem farþegahurðin að aftan er örlítið beygluð, hún var það þegar ég keypti bílinn.