Eignaðist þennan bíl í byrjun júní síðastliðnum.
E28 518i 1987
Framleiddur 9. nóvember 1987 og verður partur af Special Edition bílunum.
Ekinn aðeins 181.000 km frá upphafi og aðeins einn eigandi á undan mér.
Fyrri eigandi var eldri maður sem keypti bílinn nýjan og sinnti honum alltaf mjög vel.
Hann féll svo frá fyrir tveimur árum og þá fer bíllinn í hendurnar á syni hans sem geymdi hann bara.
Hafði ekkert við bílinn að gera og vissi í rauninni ekkert hvað hann átti að gera.
Hann gerði það besta í stöðunni, hringdi í mig fyrir skömmu og bauð mér bílinn til kaups
Nánari upplýsingar:
M10B18 m/innspýtingu
Beinskiptur 5 gíra
Lachsilber að lit
Shadowline
Manual Topplúga
Rafmagn í rúðum að framan
Dráttarkrókur
Fæðingarvottorðið:


Og fáeinar myndir sem ég á af honum:
Þegar ég var nýbúinn að sækja bílinn,,,,

Var á þessum 14" alpina style felgum. Ég var ekki nógu hrifinn af þeim og núna á Aron Jarl þær i dag.

Boddýið í heild sinni er mjög gott og lakkið gott.

Einkahúmor okkar félaganna,,,,því fleiri original verkfæri því betra eintak er bíllinn.
Þessi er því MJÖG GOTT EINTAK


Næsta skoðun 01.07.2014

Eitt af því fáa sem var að bílnum var að það hafði verið keyrt aftan á bílinn fyrir einhverju síðan.
Það var bara stuðarinn sem fékk að finna fyrir því, allt þar fyrir innan á skottgaflinum slapp 100%.

Ég átti til einn ágætan stuðara, ekki shadowline reyndar en það verður að duga í bili.

Modd no 2 hjá mér á eftir því að skipta um stuðarann að aftan,,,,,var aðrar felgur.
16" Style 16 felgur. Finnst bíllinn bara nokkuð snyrtilegur á þeim.

Hitt sem angraði bílinn þegar ég fæ hann var að pústið undir honum er ónýtt.
Ég lét sérpanta nýtt fyrir mig í gegnum BJB og er það rétt ókomið til landsins
