bmwkraftur.is

BMWKraftur spjallborð
It is currently Sun 04. May 2025 06:41

All times are UTC




Post new topic Reply to topic  [ 7 posts ] 
Author Message
PostPosted: Wed 03. Jul 2013 17:18 
Offline
Formúlubílstjóri

Joined: Tue 13. Jul 2004 18:51
Posts: 2026
Stel auglýsingu frá Jónka.

Bíllinn sem um ræðir er BMW e30 325i ´90 M-TechnikII 4door.

Bílnr: NI-564

Image

Delphin Metallic (184)

Bíllinn kemur af færibandinu þann 05.02.1990.

Hann þeysti um götur og hraðbrautir heimalandsins þangað til 2005 og er hann skráður hér á landi þann 03.06.2005.
Það var Smári Hamburg sem flutti bílinn inn fyrir Jónka og hafði hann orð á því að þetta væri besti e30 sem hann hafði nokkurn tímann keyrt og hefur hann keyrt þá þónokkra.
Ég er fimmti eigandi af bílnum, eða í raun sá fjórði því fyrsti eigandi er fyrirtæki og hafði forstjórinn hann til umráða og svo þegar hann hættir þá fékk hann bílinn til eignar. Sá er fæddur 1930. Hann selur síðan bílinn til þess sem ég keypti hann af og ætlaði sá að nota hann sem leiktæki, var búinn að lækka hann, setja strutbrace að framan og aðrar felgur, en hann hafði aldrei tíma til þess að leika sér á honum og ákvað því að selja hann.
Þegar bíllinn kemur heim þá er hann keyrður 166.800km.

Eitt það fyrsta sem ég gerði var að kaupa original M-TechnikII kitt frá þýskalandi og þegar það var komið í mínar hendur þá tók við heilmálun sem fór fram í ágúst 2005. Eins og margir hérna vita að þá er ég með fullkomnunaráráttu og er ég búinn að vera að betrumbæta margt í gegnum tíðina. Það er búið að mála flest allt á bílnum einu sinni eða oftar eftir heilmálunina, það eina sem ekki er búið að mála aftur eru hurðar, þak og skottlok.
Á bílnum er glænýtt original húdd($$$$$) sem var málað og sett á sumarið 2010, einnig er glæný original framsvunta ($$$$$) sem var máluð og sett á sumarið 2009.
Bíllinn er keyrður í dag 207.xxx km en hefur verið keyrður mjög lítið síðustu þrjú sumur, aðeins á góðviðrisdögum og tyllidögum.
Bíllinn fór í hjólastillingu hjá Birni B. Steffensen 03.04.2006 þá keyrður 175.384km

En jæja þá skulum við kíkja á fæðingarvottorðið:
Vehicle information
VIN long : WBAAD11040AF51667
Type code: AD11
Type: 325i (EUR)
Dev. Series: E30()
Line: 3
Body Type: LIM
Steering: RL
Door count: 4
Engine: M20
Cubical capacity: 2.50
Power: 125 kw
Transmission: HECK
Gearbox: MECH
Colour: DELPHIN METALLIC (184)
Upholstery: ANTHRAZIT STOFF (0269)
Prod. Date: 1990-02-05
Order options
215: POWER STEERING DEPENDING ON ENGINE SPEED
320: MODEL DESIGNATION, DELETION
339: SATIN CHROME
350: WAERMESCHUTZGLAS GRUEN, RUNDUM
400: SLIDING SUNROOF MANUAL
428: WARNING TRIANGLE
510: HEADLIGHT BEAM-THROW CONTR. F LOW BEAM
556: EXTERIOR TEMPERATURE DISPLAY
652: BMW BAVARIA C II
680: MANUAL AERIAL
704: M SPORT SUSPENSION
708: M-SPORT LEATHER STEERING WHEEL II
801: GERMANY VERSION

Það sem er nýtt eða nýlegt er:
Nýlegir Bremsuklossar + þreifarar framan og aftan (original)
Tímareim, vatnsdæla og strekkjari (Bosch) skipt um í að mig minnir 190.xxxkm
Nýjar pakkdósir aftan á gírkassa (original)
Nýleg pönnupakkning á vél (original)
Nýleg olía og sía á vél (original sía)
Ný olía á drifi
Ný sveif fyrir topplúgu (original)
Nýleg kerti (Bosch 4ja póla)
Nýjir mótorpúðar (original)
Nýleg bensíndæla ( Tækniþjónusta bifreiða seldi mér hana því hún var ekki til original)
Nýtt útvarpsloftnet (original)
Nýr þéttikantur á skotti og einnig nýjir á afturljósum (original)
Nýjir ljósabotnar á afturljósum (original)


Það sem er búið að breyta í bílnum er:
Fjöðrun: Spax með lækkun 70/50mm
Strutbrace að framan sem er búið að mála í sama lit og bíllinn.
Vél: K&N drop in sía, hvarfakútur fjarlægður og túbur setta í staðinn, Gpower endakútur á pústi ($$$$$), aðrir krómpúststútar á endakút OO, sem fylla betur útí gatið á svuntunni.
Drifrás: Læst drif ( kom úr gráa 2door m-tech bílnum sem tjónaðist)
Útlit:
Full M-TechnikII kitt ($$$$$)
Smokuð Hella framljós (Original Hella, sérpantað hjá N1 $$$$$)
Xenon aðaljós
Filmaður allan hringinn
Borbet T felgur 16*9“ með póleruðum kanti og miðjur málaðar í sama lit og bílinn.
Búið er að setja króm mælaborðshringi og rauðar nálar.
M-Technik gírhnúður með ljósi (original)
BMW sportsæti úr BS-187 sem þyrfti að skipta um áklæði á
Höfuðpúðar á aftursætum
Taumottur á gólfum (original)
Klæðning innan á skottloki sett í og máluð svört (kom bara í special edition bílunum held ég)
Gardína í afturhillu
Dekk: Kumho Ecsta 215/40/16
Hljóðkerfi: Í bílnum er Alpine geilsaspilari og pioneer hátalarar í afturhillu, orginal hátalarar frammí.
Þjófavörn: Viper þjófavörn með fjarstarti sem er virkt http://www.drdetailshop.com/V791XV.htm

Bíllinn er skoðaður án athugasemda 2014.

Verð: Tilboð.

Þetta er gamli bílar meðlima þráðurinn:
http://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtop ... =5&t=10746


Top
 Profile  
Reply with quote  
PostPosted: Wed 03. Jul 2013 18:48 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Tue 03. Sep 2002 18:17
Posts: 33023
Location: Ascari // Nürburgring
Án vafa einn glæsilegasti E30 325 bíll landsins




tökum mega OT..... :lol: :lol:
eini E30 M20B25 sem ég hef heyrt um að hafi farið í 240 á mæli,,,,,, skuggalega vel gert 8)

_________________
Sv.H

E30 CABRIO V12 M70B50 ///
ALPINA B10 BITURBO 346 @ 507
E34 550 V12 JML


(OO[][]OO)

http://alpina.123.is/pictures/
Sabine Schmitz wrote:
"Fear disturbs your concentration."


Top
 Profile  
Reply with quote  
PostPosted: Fri 05. Jul 2013 14:42 
Offline
Formúlubílstjóri

Joined: Tue 13. Jul 2004 18:51
Posts: 2026
oomph!


Top
 Profile  
Reply with quote  
PostPosted: Mon 05. Aug 2013 18:37 
Offline
Búðarkerrubílstjóri

Joined: Mon 05. Aug 2013 18:31
Posts: 1
verð hugmynd?


Top
 Profile  
Reply with quote  
PostPosted: Mon 05. Aug 2013 19:38 
Offline
Búðarkerrubílstjóri

Joined: Thu 13. Sep 2012 19:09
Posts: 2
Verð hugmynd?


Top
 Profile  
Reply with quote  
PostPosted: Mon 07. Oct 2013 03:52 
Offline
Búðarkerrubílstjóri

Joined: Wed 01. May 2013 12:50
Posts: 6
Til í skifti ?,


Top
 Profile  
Reply with quote  
PostPosted: Mon 07. Oct 2013 06:21 
Offline
Rallýbílstjóri

Joined: Fri 16. Mar 2012 14:27
Posts: 1323
löngu seldur þessi bíll

_________________
BMW e46 320d Touring - Winterbeater


Top
 Profile  
Reply with quote  
Display posts from previous:  Sort by  
Post new topic Reply to topic  [ 7 posts ] 

All times are UTC


Who is online

Users browsing this forum: No registered users and 89 guests


You cannot post new topics in this forum
You cannot reply to topics in this forum
You cannot edit your posts in this forum
You cannot delete your posts in this forum

Search for:
Jump to:  
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group