Keypti mér minn fyrsta bíl í lok janúar á þessu ári..
BMW E36, 325 ekinn um 215 þús.
Á nú enga merkilega mynd af honum frá því ég fékk hann, enda var hann ekki sá flottasti þá..
En hér er ein sem verður að duga.

Og hér er síðan mynd af honum eins og hann var kvöldið fyrir bíladaga
Síðan ég fékk bílinn er ég búinn að lækka hann, kaupa 8000k xenon í aðalljós og þokuljós.. færði 6000k xenonið sem var í aðalljósunum í háu ljósin.
Filmaði hann nokkrum dögum fyrir bíladaga, splæsti í felgur og ný dekk
Lækkaði hann alveg helling, redding í bili eru skornir gormar, coilover kemur seinna.
Reif úr honum ónýtann shortshifter og búinn að laga að mestu gírstöng sem hringlaði til þó hann væri í gír (þó ekki alveg fullkomið enþá)
Kúplingin í honum var slöpp þegar ég fékk hann og fór fljótt að verða þreyttari þannig ég pantaði mér nýja Sachs kúplingu að utan og skipti um.
Bensínleki var báðum megin við opin á tanknum sem ég er búinn að laga
Svo var aaalveg hellingur af skítmixi frá fyrri eiganda/eigendum sem ég hef verið að dunda mér við að laga, ótúrlegustu hlutir sem hafa bara verið kíttaðir fastir með einhverju ógeðslegu límkitti sem klístrast við ALLT, númeraljósin voru kíttuð í, lokið á aðalljósin, roof spoiler illa kittaður á, kastarar kittaðir fastir (útaf brotnum festingum) útvarpið sem var í bílnum var shitmixað í eins illa og hægt var, keypti nýtt og lóðaði alla vírana RÉTT saman og beintengdi radarvarann í leiðinni.
En svona lýtur bíllinn út í dag eftir mikla vinnu, peninga og föndur.

Á planinu er síðan að versla coilover kerfi í hann, laga framstuðara, vinstra frambretti og sprauta ásamt húddi.
Einhverjar bilanir eru í samlæsingum sem ég þarf að kíkja á ásamt rafmagns rúðum frammí og topplúgu.
Í bílnum er síðan soðið drif, langar að græja í hann rafmagns eða loftlás þegar peningar leyfa.. kostar lítið meira en LSD drif og þá fær maður 100% læsingu þegar maður vill en annars bara venjulegt opið drif í daily akstri

Læt eina með frá bíladögum..

Henti þessu inn hérna í smá flýti, geri þetta betra seinna
