hostage wrote:
má ég spyrja ? hvaða banka rændir þú ?
Ef ég hefði rænt banka myndi ég allavega ekki uppljóstra því hérna.
Ég geri mér grein fyrir að flestir sem hafa eitthvað örlítið vit á bílum og
vita hversu dýr þessi bíll er, spyrja sjálfan sig "hver er þetta, hvernig
hefur hann efni á þessu o.s.frv". Oftar en ekki þá endurspeglast þetta
í neikvæðum sjónarmiðum, eitthvað sem ég tel nokkuð mannlegt.
Ég ætla ekki að rengja það að sumir sem eiga svona bíla eru af því til
þess að sýna
öðrum hversu stórir og góðir þeir eru.
Varðandi mig, þá er ég af þessu því að ég er með bíladellu
Kæmi mér ekkert á óvart ef fleiri hérna inni á spjallinu eigi við þennan
vanda að etja
Ekkert ólöglegt tengist fjármögnun á bílakaupum mínum, í raun kostaði
hann mig margra ára vinnu ásamt þokkalegri sparsemi sem jaðraði við
nísku. I rauninni er ég að uppskera það og er bara stoltur af því.
Ég ætla að láta þetta nægja í þessari umræðu og vil þakka "Spiderman"
fyrir að verja mig svona hetjulega þarna fyrr í umræðunni..
Með ósk um skemmtilega sumartíð og jákvæðar umræður
Þröstur