Sælir, keypti þennan bíl fyrir soldið síðan og hef verið bara að dunda í mér honum hægt og rólega ég kom honum í fínt stand og var á honum fyrir norðan um helgina, sló ekki feilnótu!
Semsagt bmw e36 upprunalega 318is en það var swappað m52b25 mótor í hann. Ég setti í hann art coilover kerfi minnir mig að það heiti svo er ég búnað sjóða 2.93 drif sem ég ætla setja
í hann, því hann er með eitthverju skelfilegu drifi í núna. Ein spurning varðandi það hvort ég þurfi annað drifskaft fyrir það drif veit eitthver, er kominn með öxlana og drifið.
Brettið er síðan sticker bombað útaf það var ómálað og ég þurfti að redda mér
Felgurnar keypti ég frekar ógeðslegar og tók þær allar í gegn og koma bara vel út, mega sáttur!
boddýið er í góðu standi ekki mikið ryð en vantar að gera svona hitt og þetta, ef eitthver á viðkomandi hluti í bílinn fyrir mig geta þeir haft samband við mig endilega!
Húdd, húddpumpur,Bmw gírhnúa, nýru, afturljós+perustæði, stefnuljós að framan(glær), húddbarka, m-framstuðara, m-lista, m-diffuser.
Svo er planið að reyna að sprauta hann jafnvel þegar vel hentar, hvaða lit segja menn? áfram svart bara eða hvað...





