Dr. Stock wrote:
Á spjallsíðum hafa menn skoðun, ekki satt. Hér kemur mín: Finnst þessi M3 einstakur. Skrýtið þegar menn tala um að þurfi að lækka bílinn meir svo hann samsvari sér á nýju felgunum. Felgurnar eru fínar en dekkin!! þetta eru bara franskbrauðsskorpur af þynnri gerðinni og ef eðlileg dekk væru á felgunum þá þyrfti ekki að lækka. Síðan kemur coilover og allt lækkað í drasl. Grjóthastur bíll án allra aksturseiginleika. Einn ágætur BMW "lenti" í þessu fyrir nokkrum árum. Sá botninn á þeim bíl eftir (þá þurfti að "hjálpa" honum upp á lyftuna í B&L) og sá botn var ekkert fallegur, rispaður etc - var skammaður fyrir þá skoðun á sínum tíma. En málið er; einfalt að skemma svona fína bíla - en rándýrt að flytja svona græju inn; skiptir engu þó þetta sé Ameríkubíll, hann er ekki verri f. það.
Orð í tíma töluð
Annars geggjaður E36 M3, þú hlýtur að sjá eftir honum? Varla hægt að finna slíka mola minna ekna ?
_________________
Jón Birgir
Mercedes-Benz C124 230CE '91
Renault Mégane II Sport Tourer '04
BMW E39 520i '99 (seldur)
BMW E28 518 '82 (seldur)
BMW GT