Tók skyndi ákvörðun og keypti mér þennan. Eitthver hérna á kraftinum ætti að kannast við þennan.
Þetta er semsagt Bmw e32 730ia með m30b35 keyður samkvæmt mæli 148000 á body en vélið eitthvað mikið meira.
Þetta er semsagt bifreiðin


Þegar ég tek við honum er hann ógangfær en það er minnsta mál þegar maður á ranger, beint í byko og bílinn uppá

Og svo beint heim
svoldið hægt samt

fór með bílinn út í skúr og kíkti á þetta gleymdi samt að taka myndir.
Reif kveikjulokið af og sá að allt var í olíu hélt fyrst að þetta væri bara pakkdósinn en svo þegar ég ætla fara losa hamarinn hreyfðist bara allt draslið, þegar hann fór svo frá kom í ljós að það vantaði boltann til að halda festinguni sem heldur hamarinum og var í raun bara að starta á litlu stýringuni sem gaf sig svo í endanum.
hennti gömlu pakkdósinni úr, tók brotið úr stýringuni úr og setti nýtt, nýjan bolta. Hennt svo öllu saman og hann rauk í gang.
Svo er bara svona smotterý sem er eftir.
Takk fyrir mig.