bmwkraftur.is

BMWKraftur spjallborð
It is currently Fri 02. May 2025 20:24

All times are UTC




Post new topic Reply to topic  [ 431 posts ]  Go to page Previous  1 ... 17, 18, 19, 20, 21, 22, 23 ... 29  Next
Author Message
PostPosted: Mon 20. May 2013 18:24 
Offline
Formúlubílstjóri

Joined: Sat 03. May 2003 18:34
Posts: 1610
Já ég er svoddan nýgræðingur í þessu að ég þekki ekki muninn á skiptunum né dempurum :) Sé bara diskabremsur og dempara með lockouti og er voða ánægður.
Þekki aðeins til strákanna í Kría og ætla að spjalla aðeins við þá.

Takk fyrir ráðleggingarnar


Top
 Profile  
Reply with quote  
PostPosted: Mon 20. May 2013 20:05 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Tue 27. May 2003 07:47
Posts: 12484
skiptarnir eru frekar enfaldir að læra á.

ódýrari skiptarnir heita Acera og Av eitthvað, diore er svona entry level avöru skiptir, dýrustu skiptarnir eru svo slx. Xt.XTR
til nokkrir variantar oft af hverju, sá þegar ég keypti hjólið mitt að 100k ódýrari hjól voru samt með XT, þegar ég fór að skoða þá var það e-h ódýrari útfærsla, en nánast eins
Xt er svona industry standart á alvöru hjólum.

svo er SRAM skiptarnir, X3 X5 X7 og X9. X7/9 eru sambærilegir XT/R

hvort er betra SRAM eða Shimano færðu seint botn í. en menn tala um að það sé smekksatriði. SRAM skiptarnir eru með hærri spennu og skipta miklu harðar, en það þarf víst lítið að stilla þá.

Shimano leggur meiri áherslu á að skiptingarnar séu smooth. þegar gírarnir eru nýstilltir hjá mér þá nærðu varla að sleppa takkanum áður en það er búið að skipta og maður finnur varla fyrir því.
en ef ég á að segja eins og er þá er ég alveg að verða vitlaus á hversu oft það þarf að stilla hann

dempararnir eru eitt af stæðstu verð factorunum, og flest ódýr hjól eru með alveg lægsta standart. þá flest með gorma inn í cylindernum sem hann fjaðrar á. en dýrari demparar eru loft.
ég rak upp stór augu þegar ég sá að demparinn á hjólinu mínu kostar hátt í 90k í erninum

_________________
M.benz E320 Family Wagon
Chevrolet Silverado vinnujálkur
Chevrolet Silverado skúrajálkur
Cadillac eldorado 1973, ísbíll


Top
 Profile  
Reply with quote  
PostPosted: Mon 20. May 2013 22:25 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Wed 04. Feb 2004 16:29
Posts: 2466
Location: Playboy Mansion, Hafnarfjörður
Jæja, ég náði mér í nýtt og aðeins betra hjól hérna í DK, samt bara basic götuhjól svo sem. Sco New York heitir það, 7 gírar og voða voða.... tók samt 18 tanna hjólið af að aftan og setti 16 tanna í staðinn. Svona aðeins til að þyngja gírana, fannst það of létt í 7.gírnum.

Image
Þarna stendur það með Kildemoes Colibri dömuhjólinu mínu. Svo á ég eitt samanbrjótanlegt City Star líka sem ég þarf að lappa aðeins upp á.


En svo náði ég mér í Endomondo í símann og byrjaði að tracka flakkið þann 15.maí. Síðan þá er ég búinn að fara rúmlega 80km.
Sem mér finnst nokkuð gott miðað við að ég er í ENGRI þjálfun :lol: En á laugardaginn tókum við til að mynda 33km túr í rólegheitunum. Enda allt of heitt til að reyna of mikið á sig. 28°C sirka, var hitinn.

Gaman að hafa loksins komið mér af stað. Lang erfiðasti hjallinn var að drullast til að setjast upp á hjólið og byrja að snúa petölunum. Þolið byggist merkilega hratt upp svo eftir það. Vonandi að maður verði áfram duglegur að hjóla þegar heim á klakann verður komið í sumar.

_________________
Rúnar P
662 5272

Druslusafnið núna:
BMW e46
Suzuki Baleno
Honda CRF250R
Pocket Bike og fleira misgáfulegt dót...


Top
 Profile  
Reply with quote  
PostPosted: Tue 21. May 2013 21:20 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Tue 28. Jun 2005 23:13
Posts: 12513
Location: Bitch viltu dick?
imo þá er strava algjörlega málið til að tracka ferðirnar með :)

Endilega bæta mér við http://app.strava.com/athletes/594035

Kristján: Þú ert klárlega að leita að cyclocrosshjóli :thup:

_________________
Fullt af CF sem rúllar


Top
 Profile  
Reply with quote  
PostPosted: Tue 21. May 2013 21:41 
Offline
Formúlubílstjóri

Joined: Fri 06. Jan 2006 22:07
Posts: 3828
Location: California
Einarsss wrote:
imo þá er strava algjörlega málið til að tracka ferðirnar með :)

Endilega bæta mér við http://app.strava.com/athletes/594035

Kristján: Þú ert klárlega að leita að cyclocrosshjóli :thup:


Ólíklegt að finna cyclocross hjól á 100k ... eða hvað.

Væntanlega hægt að finna ágætis hybrid samt.

_________________
2016 BMW X3 sDrive28i


Top
 Profile  
Reply with quote  
PostPosted: Tue 21. May 2013 22:07 
Offline
Formúlubílstjóri

Joined: Sat 03. May 2003 18:34
Posts: 1610
Alltaf fer maður að teygja sig aaaaðeins hærra en maður ætlar upphaflega...

Er þetta eitthvað vitlausara en annað?

http://www.specialized.com/is/en/bikes/ ... portdisc29


Top
 Profile  
Reply with quote  
PostPosted: Tue 21. May 2013 22:23 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Mon 02. Sep 2002 11:04
Posts: 6870
Location: á hjólinu
Ég myndi finna mér dual sport hjól, það er ágætis málmiðlun milli þess að renna vel á malbiki og geta hjólað eitthvað á slóðum líka. Síðast þegar ég fór í Tri þá var hægt að fá ágætlega spekkað dual sport hjól með vökvabremsum fyrir um 120k.

Það er ótrúlega fúlt að hjóla mikið á fjallahjóli á malbiki ef maður hefur prófað annað, þó maður sé á götudekkjum og búinn að læsa dempurum. Bæði er setan ódrjúg (maður situr uppréttur => tekur á sig meiri vind) auk þess sem hlutföllin bjóða ekki upp á mikinn hraða.

Finndu þér bara hjól sem þú fílar að hjóla á og hentar þér vel, það má alltaf uppfæra búnaðinn seinna ef stellið er gott og þér finnst gaman að hjóla.

_________________
E36 M3 US | Jeep Grand Cherokee Limited V8


Top
 Profile  
Reply with quote  
PostPosted: Wed 22. May 2013 11:21 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Wed 29. Jan 2003 22:16
Posts: 4811
Location: Hafnarfjörður
Svezel wrote:
Ég myndi finna mér dual sport hjól, það er ágætis málmiðlun milli þess að renna vel á malbiki og geta hjólað eitthvað á slóðum líka. Síðast þegar ég fór í Tri þá var hægt að fá ágætlega spekkað dual sport hjól með vökvabremsum fyrir um 120k. ...


Þetta er væntanlega hjólið sem þú ert að tala um?

http://tri.is/cube/hjol/?id=119

_________________
Jóhann
E36 BMW M3 '96 S50B32 - SELDUR
E36 BMW 328iA '95 (Articsilber metallic) - SELDUR


Top
 Profile  
Reply with quote  
PostPosted: Wed 22. May 2013 13:08 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Tue 28. Jun 2005 23:13
Posts: 12513
Location: Bitch viltu dick?
///M wrote:
Einarsss wrote:
imo þá er strava algjörlega málið til að tracka ferðirnar með :)

Endilega bæta mér við http://app.strava.com/athletes/594035

Kristján: Þú ert klárlega að leita að cyclocrosshjóli :thup:


Ólíklegt að finna cyclocross hjól á 100k ... eða hvað.

Væntanlega hægt að finna ágætis hybrid samt.



Satt, hugsaði ekki útí það :)

_________________
Fullt af CF sem rúllar


Top
 Profile  
Reply with quote  
PostPosted: Wed 22. May 2013 17:27 
Offline
Getawaybílstjóri
User avatar

Joined: Tue 11. May 2010 22:46
Posts: 829
Hvar gæti ég fundið mér ágætis götuhjól, má alveg vera gamalt.
Helst án dempara og frekar basic og töff hjól?
Búinn að skoða bland og þar er fólk að verðleggja sum hjól alveg svaðalega!

_________________
325is seldur


Top
 Profile  
Reply with quote  
PostPosted: Wed 22. May 2013 19:57 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Tue 28. Jun 2005 23:13
Posts: 12513
Location: Bitch viltu dick?
olinn wrote:
Hvar gæti ég fundið mér ágætis götuhjól, má alveg vera gamalt.
Helst án dempara og frekar basic og töff hjól?
Búinn að skoða bland og þar er fólk að verðleggja sum hjól alveg svaðalega!



Þú getur tjekkað á t.d https://www.facebook.com/groups/583387611687494/

_________________
Fullt af CF sem rúllar


Top
 Profile  
Reply with quote  
PostPosted: Wed 22. May 2013 22:31 
Offline
Formúlubílstjóri

Joined: Thu 03. Jul 2003 19:32
Posts: 2413
Location: 105 Reykjavík
Hjólinu mínu Mongoose Tyax super var nýlega stolið. Og ég þarf þessvegna að endurnýja.
Ég er búinn að eiga þetta hjól í nokkur ár og hef alltaf verið mjög sáttur með það nema þá helst bremsurnar sem voru einfaldlega ekki nógu sterkar.

Sá kostur sem ég hallast helst að er Tyax expert, það er hjólið sem GÁP taka í dag sem replacement af super hjólunum. Verðið á því er sirka 160k.
Nú langar mig að spyrja fróða (Íbba jafnvel ;) ) hvort einhverjir gáfulegri möguleikar séu í stöðunni, svona á svipuðu róli og expertinn.


Top
 Profile  
Reply with quote  
PostPosted: Wed 22. May 2013 23:39 
Offline
Getawaybílstjóri

Joined: Wed 25. Oct 2006 15:42
Posts: 844
Location: Akureyri
Sælir drengir!

Nú er ég enginn sérfræðingur, né á ég e-ð svakalegt hjól. Fékk hinsvegar gefið Mongoose hjól í afmælisgjöf fyrir nokkrum árum.

Nú er það búið að flytja nokkrum sinnum milli staða og standa örlítið úti, svo ég neyðist til að lappa aðeins uppá gripinn.

Það eru diskabremsur og framdemparar á því, auk einhverra gíra. Ég man ég notaði alltaf WD-40 á keðjuna og tannhjólin í gamladaga, en hugsanlega er betra ráð við því til?

En varðandi bremsurnar, get ég ekki bara pússað diskana aðeins upp eða þarf þetta einhverjar svaka aðgerðir? (ástæðan er að það er rauðbrúnn litur farinn að myndast á diskunum, keðjunni, gírunum og svo aðeins á dempurunum).

Hvernig græja menn demparana hjá sér?


Top
 Profile  
Reply with quote  
PostPosted: Thu 23. May 2013 10:24 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Mon 02. Sep 2002 11:04
Posts: 6870
Location: á hjólinu
Jss wrote:
Svezel wrote:
Ég myndi finna mér dual sport hjól, það er ágætis málmiðlun milli þess að renna vel á malbiki og geta hjólað eitthvað á slóðum líka. Síðast þegar ég fór í Tri þá var hægt að fá ágætlega spekkað dual sport hjól með vökvabremsum fyrir um 120k. ...


Þetta er væntanlega hjólið sem þú ert að tala um?

http://tri.is/cube/hjol/?id=119


Akkúrat, fannst þetta hjól líta vel út miðað við verð.

Einsii wrote:
Hjólinu mínu Mongoose Tyax super var nýlega stolið. Og ég þarf þessvegna að endurnýja.
Ég er búinn að eiga þetta hjól í nokkur ár og hef alltaf verið mjög sáttur með það nema þá helst bremsurnar sem voru einfaldlega ekki nógu sterkar.

Sá kostur sem ég hallast helst að er Tyax expert, það er hjólið sem GÁP taka í dag sem replacement af super hjólunum. Verðið á því er sirka 160k.
Nú langar mig að spyrja fróða (Íbba jafnvel ;) ) hvort einhverjir gáfulegri möguleikar séu í stöðunni, svona á svipuðu róli og expertinn.


Ég myndi skoða markaðinn vel og vandlega áður en ég keypti þetta hjól, alls ekki vel búið miðað við verð. Reyndar finnst mér Mongoose hjólin yfirleitt illa búin og illa samsett miðað við önnur hjól á markaðnum. Þú getur sem dæmi fengið betur búin Merida hjól hjá Ellingsen eða Wheeler hjól hjá Everest fyrir svipaðan eða minni pening.

xtract- wrote:
Sælir drengir!

Nú er ég enginn sérfræðingur, né á ég e-ð svakalegt hjól. Fékk hinsvegar gefið Mongoose hjól í afmælisgjöf fyrir nokkrum árum.

Nú er það búið að flytja nokkrum sinnum milli staða og standa örlítið úti, svo ég neyðist til að lappa aðeins uppá gripinn.

Það eru diskabremsur og framdemparar á því, auk einhverra gíra. Ég man ég notaði alltaf WD-40 á keðjuna og tannhjólin í gamladaga, en hugsanlega er betra ráð við því til?

En varðandi bremsurnar, get ég ekki bara pússað diskana aðeins upp eða þarf þetta einhverjar svaka aðgerðir? (ástæðan er að það er rauðbrúnn litur farinn að myndast á diskunum, keðjunni, gírunum og svo aðeins á dempurunum).

Hvernig græja menn demparana hjá sér?


Ég nota sjálfur Prolong smurefni á keðjurnar á mínum hjólum og líkar mjög vel, hins vegar myndi ég bara skipta um keðju í þínu tilviki. Diskana er hægt að þrífa bara með stálulla og síðan bremsurhreinsi en ég veit ekki með demparana, hef aldrei þuft að eiga við þá.

_________________
E36 M3 US | Jeep Grand Cherokee Limited V8


Top
 Profile  
Reply with quote  
PostPosted: Thu 23. May 2013 14:10 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Tue 27. May 2003 07:47
Posts: 12484
ég hef keypt keðjusprey, svo á veturnar hef ég keypt e-h hvíta drulluá spreybrúsa sem virkar mjög vel, en hinsvegar verður keðjan og tannhjólin frekar viðbjóðsleg af þeim,

demparinn er frekar trouble free. við mig var sagt að passa bara að það væri ekki sandur í pakkdósunum þar sem hann gengur saman.

ég er sammála þér með mongoose, þau heilluðu mig alls ekki, ég fór og skoðaði nokkur jamis hjól um daginn og þau hafa hækkað, þegar ég keypti mitt var hægt að fá jamis durango með deore skiptum og tektro vökvabremsum og flr á 130, og durango 3 með SRAM X7 og propper dempara 170

annars er það nú þannig að þegar þú ert kominn í þessi verð eru þetta flest allt orðinn mjög frambærileg hjól. hvernig manni sjálfum líkar svo við hjólið getur enginn sagt manni,

bróðir minn var að uppfæra í Cube á 29". XT skiptar og fullt af gúmmelaði, virkilega flott hjól.
hann hafði verið á jamis durango2 sem var voða þægilegt hjól, en þegar við vorum komnir á stígana þá var bara nánast ómögulegt að halda í við mitt hjól.
ég kenndi honum um þangað til við víxluðum og ég átti í fullu tré með að halda mér nálægt honum.
þarna var ástæðan geometrið í stellinu m.a. dýrari hjólin eru oft kominn með lægra og framþyngra stell og mun lægri þyngdarpunkt, ég fann það vel á hinu hjólinu hvað þyngdarpunkturinn hækkaði, og minnkaði í leiðinni öryggið sem maður hafði til að beita hjólinu

ég mun nú sein teljast einhver hjólaspekingur :) flest þekking sem ég hafði var nú bara síðan maður var gutti, þetta er mest allt sama dótið í gangi ennþá,
þegar ég var að kaupa mér hjól þá fór ég bara alltaf alveg yfir hvað var á hjólinu, þau eru nánast alltaf úr samblöndu af pörtum frá shimano eða sram, sum alveg annaðhvort sum ekki. (sram framleiðis rock shox demparana)

svo er mismunandi með stellinn, hvaða ál er notað, 6061 eða 7005, hvort þau eru buttet, double buttet eða triple(all) buttet,
sumir framleiðendur eru svo með eilýfðar ábyrgð á stellunum (jamis og trek allavega)
buttet er hversu solid pípurnar í stellinu eru, non buttet væri þá hjól með alveg holum pípum,
buttet er með gegnheilu við samskeytin og suðurnar, double buttet þá eru pípurnar solid dáldið frá samskeytunum, og tripple(all) þá eru pípurnar nánast gegnheilar að miðri pípu þar sem kemur smá holrými.

sumir segja gæðamun á 6061 og 7005 áli
6061 er megnesium blandað. og mun auðveldara í meðhöndlun, en er dýrara í framleiðslu m.a útaf því hvernig þarf að kæla það.
7005 er zink blandað og er harðara heldur en 6061 og erfiðara í meðhöndlun, en laust við kælivesenið.

6061 er mun auðveldara í meðhöndlun, auðveldara að búa til buttet stell, og flest dýrari hjól úr því. svona almennt

hinsvegar rak ég augunn í að mörg 300k+ hjól voru úr 7005 áli, þegar ég fór að leyta svara þá fékk ég þau svör að double og þá sérstaklega tripple butted 7005 pípur væru erfiðar í framleiðslu og kostnaðasamar, en vegna styrks/stífleika væru oft keppnis spekkuð hjól sem eiga að þola mikil högg og læti úr tripple butted 7005 þar sem það minnkaði líkur á stellið bognaði/beyglaðist átök.

framleiðendur eru mikið að skipta úr bæði 6061 og 7005 yfir í 6069 og 6066.


bremsur/gjarðir


vökva bremsur eru málið alla daginn, (i.m.o)
þegar ég byrjaði að hjóla aftur 2011, þá leit ég út eins og hveitibrauðsdrengurinn og viktaði rúm 105kg
þá tók ég strax eftir að mér fannst gamla hjólið mitt nánst bremsulaust m.v hvernig mig minnti að það hefði bremsað,
einnig tók ég eftir að dekkin og gjarðirnar höndluðu þetta bara ekki.
ég fór í gegnum svona 4 afturgjarðir frá erninum á 2700kr stk e-h álíka og álíka ódýr dekk, þetta bara þoldi ekki gangstéttakannta og flr á neinni ferð.
entry level diskabremsuhjól er sum með barka diska bremsum, það er alveg snarglatað dæmi og ber að forðast.
næstu level eru svo yfirleitt með bremsum frá tektro. það er mikill munur frá nondiska bremsum, en ekki prufað góðar tektro bremsur ennþá. mörg þar nálægt eru svo með shimano M4xx sem eru fínar, ég er með shimano XT bremsur og þær eru mjög fínar, konan mín flaug einmitt í full on heljastökk framfyrir sig þegar hún ætlaði að tippa aðeins á frambremsuna um daginn,

bestu bremsur sem ég hef prufað eru hinsvegar avoid jucy 5, ég stefni á að uppfæra í slíkt seinna,

gjarðirnar eru líka mikilvægar. og höbbarnir
léttar og sterkar gjarðir eru einhver besti hlutur sem þú getur gert við hjól. það munar ótrúlegu á því hversu mikla orku þú sparar þér við snúa léttari hjólum, og hröðunin verður miklu meiri.
ég átti líka eins og áður sagði í vandræðum með ódýru gjarðirnar sem maður kaupir í erninum, þetta skekktist á fyrsta gangstéttarkannti og orsakaði að dekkið var alltaf vindlaust þegar maður var að leggja af stað á morgnana. óþolandi


á eflaust 1-2 vikuni minn varð ég að labba í vinnuna vegna þess að ég varð orðinn svo aumur í rass*atinu eftir hnakkinn að ég labbaði eins og ég væri með hnakkapípuna ennþá á kafi,
einn daginn var ég að labba uppeftir og þá heyri ég að það er verið að drepa hval einhverstaðar í nágrenninu, og fer að lýta í kringum mig, þá sé ég rétt fyrir aftan mig svona 120+kg gæja á hjóli. hann hafði greinilega labbað inn í örninn og ætlað að kaupa allt sem honum vantaði, og keypt flott, gaurinn var á Trek 6000 hjóli. í full on Bontrager hjólreiða outfitti, með keppnisspekkaðan hjál. hjólreiðagleraugu, grifflum, smelluskóm og ég veit ekki hvað. öllu alveg glænýju, en hann hafði greinilega ekki hjólað mikið því að hann var appelsínugulur í framan, gjörsamlega sprunginn að reyna hjóla í fyrsta gír á jafnsléttu,
gaurinn hafði ætlað framúr mér en þegar hann var kominn hliðina á mér þá gat hann ekki meira og hjólaði utan í mér eins og við værum samferða, ég reyndi að hægja á mér og hraða til skiptis þar sem þetta var orðinn bókstaflega vandræðalegt, og það endaði með að ég sast á bekk til að losna við hann. og þurrka svitann af honum af mér.
þetta lifði lengi í mér og ég vildi ekki verða eins og þessi maður og hjólaði á ónýta hjólinu síðan ég var krakki þangað til ég var kominn í 90kg :bawl: þá fékk ég mér hjólaföt og hanska og Allann pakkann :mrgreen:

_________________
M.benz E320 Family Wagon
Chevrolet Silverado vinnujálkur
Chevrolet Silverado skúrajálkur
Cadillac eldorado 1973, ísbíll


Top
 Profile  
Reply with quote  
Display posts from previous:  Sort by  
Post new topic Reply to topic  [ 431 posts ]  Go to page Previous  1 ... 17, 18, 19, 20, 21, 22, 23 ... 29  Next

All times are UTC


Who is online

Users browsing this forum: No registered users and 11 guests


You cannot post new topics in this forum
You cannot reply to topics in this forum
You cannot edit your posts in this forum
You cannot delete your posts in this forum

Search for:
Jump to:  
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group