Jæja reif gírkassann úr um helgina og skipti um sveifaráspakkdós, kúpplings gaffal og kúpplingsleguna og setti svo allt saman undir á laugardeginum nema pústið, bjóst við því að það yrði mega vesen að koma kassanum aftur á sinn stað miða við þegar ég setti hann fyrst í, þá tók það rúmar 2 klst, núna tók það rétt um 15 mín
Verslaði líka sérverkfæri fyrir kúpplingsdiskinn til að stilla hann af

Nýr flex disc

Ný spenna sem heldur kúpplingsgafflinum

Og svo nýji kúpplingsgaffallinn

Svo þegar ég var búinn að rífa svinghjólið af, blasti við mér fullt af svona vílflixum undir því

Þannig að ég reif gamla startarann í sundur og virðist að þetta hafi verið að koma úr honum þegar bendixinn hætti að fara til baka og snérist bara með svinghjólinu
En vípringurinn er ennþá til staðar þegar gefið er í frá svona 2000 rpm uppi rúm 3000 rpm í fyrsta og uppí þriðja gír, þeir hjá stál og stönsum vildu ekki ballanssera skaptið fyrr en ég væri búinn að ganga úr skugga um að allir púðar og fóðringar væru í lagi í drifásinni áður en þeir gerðu eitthvað
_________________
Siggi
E23 735i
E32 740i 6 spd

E38 740d
E32 735i Shadowline Seldur
E32 740i Seldur
E32 740i RIP