Félagi minn fór með bíl....
Sá bíll vildi fá 10w60 Castrol TWS...
Gæinn segir... 10w30... gefið upp í tölvunni... "Ég er með BMW VOTTUN SKO!"
Félagi hringir í mig, segir 10w30... BMW VOTTAÐ...
Ég segi hentu þessari BMW vottun í ruslið... það er 10w60... ekkert annað..
Félaginn segist ætla að kaupa 10w60 og koma með hana...
Gæinn neitar að setja aðra olíu en þeir selja á bílinn... "Þetta er eins og að kaupa mat á Burger King og labba inn á KFC til að borða hann..."
Félaginn samþykkir að láta þá smyrja en spyr út í ábyrgð ef að ske kynni að eitthvað færi úrskeiðis...
Gæinn segir... "við berum ábyrgð" og aftur.. "Ég er með BMW VOTTUN SKO!"
Bíllinn er settur í gang eftir olíuskipti...
Gæinn segir... "ojj, hann er ónýtur mótorinn í þessu.... djöfull reykir hann... ábyggilega farinn á hringjum..."
Félaginn hugsar að bíllinn sé bilaður... heyri ekkert meira í honum þá vikuna...
Næstu viku ræsir félaginn bílinn.. keyrir út úr innkeyrslunni, heyrir hringl í mótor og svo há-an smell...
Startarinn snýr ekki mótor... allt í steik...
Gerum okkur ferð saman í kvikkfix... ég og félaginn...
fékk að sjá blessaða BMW vottunina, sem að ótrúlegt en satt... hélt vatni...
tjáðum afgreiðslumanninum hver staðan væri... og hann bar fyrir sig að mótorinn hefði verið "FUCKED" (hans orð) í bílnum...
að hvaða leyti spurði ég, og þá sagði hann að hann hefði reykt alveg rosalega.... (dæmigerð einkenni 10w30 á S62?)
mótorinn hefði verið á síðasta snúning blabla....
Ég bað hann um að flétta upp nokkrum bílum, sem að þurfa 10w60 Castrol...
Allir... GUP07, TT304, EAP54... undantekningarlaust.... 10w30 Eurol blabla...
Skaðabótamál ??? langsótt, en væri ekki möguleiki að reka slíkt með tækniupplýsingum frá BMW, Alpina og fleirum

Skíta fyrirtæki, no-joke
