komiði sæl/ir, nú þekki ég voðalega lítið inn á diesel bmw þannig ég var að velta fyrir mér þetta er nú sennilegast besti staðurinn til að fá svör þá varðandi hvernig þeir eru að koma út hvernig þeir hafa verið að endast, hvort það sé eitthvað bilanagjarnt í þeim og hvað þá helst og hvað þarf að huga að mest varðandi þessa bíla. eina sem ég þekki inn á bmw diesel er að pabbi minn á opel omega diesel sem er með bmw vél skilst mér og hann hefur komið vel út þannig ef einhver á bara einhverjar upplýsingar væru þær vel þegnar og svo eitt að lokum ef einhver þarf að vera með leiðindi eða eitthvað þá er sá hinn sami vinsamlegast beðinn um að fara með það eitthvað annað.. takk takk
mættir alveg segja þá hversu gamlan eða hvaða budget þú ert með, það er alveg ógerlegt að fara segja frá öllum diesel vélunum frá bmw. sjálfur er ég með 530d E39 og er mjög sáttur með þá vél, feykinógur kraftur og hægt að mappa ef þú villt meira. eyðir 6-7 á þjóðveginum og 9 innanbæjar, félagi minn á beinskiptan og hann er 1.5líter eyðslugrennri en það er ekki mikið til af þeim. mjög misjafnt hvað túrbínurnar eru að endast, mín er komin held ég í 230þús (7-9-13) í held ég öllum sjálfskiptu bílunum eru flapsar í intake manifoldinu sem þarf að taka, eiga til að safna drullu og brotna. þetta á við um mjög margar vélar frá þeim en ekkert stórmál að redda samt
_________________ BMW 735i E32 Subaru 1800 Turbo Yoda
Joined: Wed 12. Nov 2003 11:52 Posts: 5326 Location: Keflavík
Dísel í BMW hefur endst mjög vel. Þetta eru virkilega solid mótorar. Eins og orri bendir á þá eru þessir flapsar í inntaks greininni sem eru hættulegir. Ef þeir brotna og sogast inní vél þá er vélin svo gott sem ónýt.
Þeir heita á ensku "Swirl Flaps" og eru algengt vandamál. Á þessari síðu finnurðu upplýsingar um þetta vandamál: http://www.pmwltd.co.uk/?page_id=155
Það er ekkert stórverk fyrir reyndan mann að skipta þessum flöpsum út fyrir blank stykki, en ef þú ert ekkert reyndur undir húddinu á bílum og þarft að láta gera þetta fyrir þig á verkstæði gæti kostnaðurinn orðið svoldið mikill.
gott myndband um þetta.
_________________ Danni
'01 E46 330iA '99 E46 320i '98 Honda Civic 1.5i '17 VW Polo 1.2 TSi
Users browsing this forum: No registered users and 3 guests
You cannot post new topics in this forum You cannot reply to topics in this forum You cannot edit your posts in this forum You cannot delete your posts in this forum