íbbi_ wrote:
var að versla töluvert við þá í annann bílinn hjá mér og ég fékk TOPP þjónustu. og ansi ríflegan afslátt
ég er búinn að versla við þá af og til í mörg ár og hvað mig sjálfan varðar þá hef ég alltaf fengið út fyrir normið góða þjónustu og liðlegheit á allann hátt. stoppaði einnhverntímann fyrir utan til að fá mér sígó og skoða e-h bíl og þá hoppuðu tveir út á núinu og buðust til að opna búðina ef mig vantaði eitthvað, þetta var um kvöldmatartímann,
eina sem hefur komið upp hvað mig sjálfan varðar var að ég hafði lent töluvert í því að tölvulestrar og bilanagreiningar skiluðu ekki árangri, eða reyndust ekki vera réttar.
en öll samskipti í kring um þau mál hafa verið til fyrirmyndar og því væri afar ósangjarnt af mér að hrósa ekki TB. þeir hafa raunverulega hjálpað manni að eiga bmw í gegnum árin
Mikið rétt!
Voru þeir ekki fyrstir á Íslandi með aftermarket vörur í BMW?
Þeir reddðuðu mér líka einu sinni alveg feitt kringum 2005, það var allt brjálað að gera í vinnunni og maður fékk varla frí til þess að geta skroppið frá yfir daginn, ég gekk meira að segja frá kaupunum á bílnum á vinnustaðnum
Þá var ég nýbúinn að kaupa 525ix á góðu verði vegna þess að hann var bilaður og óskoðaður, það var brotinn bremmsudiskur öðru megin og kominn tími á bremmsuborða og perur allan hringin, ég sendi hann til TB og þeir græjjuðu bílinn og hentu honum í skoðun fyrir mig, ég borgaði skitin 30 þús fyrir allt saman, mér finnst það meir en fair
