Góðann daginn, við ákváðum tveir félagarnir að kaupa þessa E30 skel og gera eitthvað skemmtilegt úr þessu. Þetta mun koma til með að vera low budget project og verður bílinn eins hrár og léttur E30 og mögulega hægt er, og mun verða óspart notaður til hliðarskriðs. Mun pósta myndum af progressinu.
Planið er að hafa hann alveg innréttingarlausan, bara 2 körfustóla og mælaborð.
Byrjuðum á því að kaupa þessa skel



Fundum okkur 2stk E30 varahlutabíla

, komum með annan í bæinn og pörtuðum hinn að hluta til


Pörtuðum þann rauða síðan


Keyptum þennan ágætis M52B20 mótor til að byrja með vegna þess að hann var á tiltölulega ódýr og með öllu, kemur kannski eitthvað orkumeira seinna meir en hann ætti alveg að geta runnið eitthvað til með þessum mótór og soðnu drifi með lágu hlutfalli.


Komnir með ágætis magn af pörtum

Þá var farið í það að skera úr og ryðbæta skelina, hún er merkilega heil, nokkur göt en ekkert alvarlegt og síðan aðallega yfirborðsryð




Hreinsa til í vélasalnum og pússa niður

Búið að sjóða uppí varadekkshólfið

Sjóða í gólfið


Pússa niður yfirborðsryð


Og svona er staðan á honum í dag

Og planið er að sjálfsögðu að klára þetta fyrir bíladaga!
En það sem vantar eins og staðan er í dag til þess að mótorinn geti farið ofan í er olíupanna, dæla og pickup af M50 mótor úr E34. En já ef að mönnum vantar eitthvað grams þá er eitthvað til af auka pörtum sem við þurfum ekki, eins og t.d. subframe framan og aftan, comfort leðurstólar, taumottur afturí, baksýnisspegill, mögulega eitt hurðasett, fullt af listum og hellingur af drasli bara senda skilaboð.