Ekki alveg rétt munað hjá mér með fundarlaunin frá Sæma. Þetta sendi hann mér janúar 2012:
Sæll,
Nú standa málin þannig að ég er búinn að finna þessar felgur hans Sæma, og þeim verður skilað í hans vörslu á morgun ef að allt gengur upp

Þá hef ég neitað að taka við 100% greiðslunni frá Sæma, en bað hann um að hafa það í huga að gera upp þennan mismun sem að stendur eftir við þig ef að hann kærði sig um það...
Þá vil ég líka að þú takir það til greina að það sem að Hannes sagði og segir er ekkert 100% satt...
Ég hefði verið löngu búinn að greiða þér það ef að það hefðu ekki komið upp þessi leiðindi, á tímapunkti sagðist Hannes ætla að hafa samband við þig og semja um greiðslurnar á þessu sem að hann augljóslega gerði ekki...
En það er vonandi að leysast þetta mál, og þú verður líka að skilja að ég var ekki að fara að skila þér bílnum þegar að ég var búinn að leggja út 70.000kr í viðgerðina á horninu, ásamt 150.000kr í partabíl sem að ég notaði hurðarnar og ýmislegt smálegt sem að var ekki í lagi í þessum bíl þegar að ég fékk hann...
Samskiptin voru með því móti á þessum tíma að ég hreinlega kærði mig ekki um að reyna að spyrja hvort að þú vildir greiða mér það sem að ég hafði lagt í bílinn (nota bene þá veit ég alveg að ég skemmdi mótorinn, en það yrði auðvitað frádregið)..
En enn og aftur þá vona ég að þetta leysist bara endanlega á morgun...
Nýárskveðja,
Viktor Agnar Guðmundsson