Jæja, þar sem ég er nýr hér og þar sem þetta er fyrsti BMWinn minn fannst mér vera kominn tími á þráð um projectið mitt.
Ég seldi Imprezuna sem ég átti síðan 2009 til Bjössa vinar míns og fékk þennan unaðslega BMW í skiptum. Þetta er ss. '99 árg af BMW 520, mega þétt og gott eintak.
Kominn tími á einhverja lúxus kerru loksins og stefnan sett á eitthvað áhugavert.
Um bílinn:
Bíllinn er eins og er með tau sætum en verður leðraður fyrir sumarið, tvískipt digital miðstöð, topplúga, rafmagn í öllum rúðum, nýjar spyrnufóðringar að framan og nýtt í bremsum að framan. Það er smurbók frá upphafi og bíllinn rétt keyrður yfir 200þús kílómetrana.
Daginn eftir að ég fékk hann var hann tekinn og þrifinn aðeins.

Kíkti á Tinna og Bergstein og fékk þá til að lesa af bílnum og eyða út kóðum, þarf að skipta um ABS skynjara V/M að aftan og festa eina bremsuhlífina betur (nuddast í).

Nýttum svo fyrsta góða veðrið um daginn til að þrífa bílinn hans Símons félaga og ákvað að taka minn einnig.

Verslaði svo framstuðara með ALPINA front-lippi til að vera öðruvísi, ásamt facelift nýrum af Bergsteini sem sjást á myndinni fyrir ofan.

Og facelift framljós.

Svo núna í gær tók ég bílinn og skveraði hann allan með Zymöl fyrir góða veðrið.



Svo ein frá ofbirtunni í morgun!

Næst á dagskrá er að finna M-tech afturstuðara, skottlipp og afturljós og henda honum í heilmálun ásamt fjöðrun til að leggja hann á jörðina og svo eitthvað smádót sem verður einnig gert

Skal reyna að vera duglegur að update-a eins og ég get.