Smá dund, er að detta í gírinn eftir brjósklosaðgerðina.
Downpipes eru farin til Svíþjóðar í endursmíði, pakkinn týndist á leiðinni en fannst svo þannig að þetta kláraðist ekki um páskana eins og ég hafði vonast.
Það skiptir svosem ekki öllu.
Keypti áðan vírofna kúplingsslöngu, fann að hin var að bólgna aðeins út þegar stigið var á pedalann, tók eftir því þegar ég var að lofttæma.
Mögulega bara orðin þreytt. Þegar þetta verður komið á er allt nýtt í kúplingu nema slangan frá reservoir niður í masterinn. Þ.e.
Master, Pedalinn og allt í kringum hann, slave, slanga, vökvi, diskar, flywheel og lega.
Svo er ætla ég að setja S3.15 aftur í þanni að það var þrifið og verður svo málað svart og silfur.
Einnig fór ég í að endurbyggja auka VANOSIÐ sem ég keypti fyrir nokkru með Beisan Systems kittinu.
Hætti reyndar við að setja Anti Rattle kittið í þar sem að Loftpressan mín er ekki nógu öflug til að ná þessu í sundur.
Þetta er s.s. tilbúið, nýjir O-hringir í öllu, nýjar þéttingar og svo nýjar skrúfur í öllu.
Vantar bara Selenoid og filter skrúfuna. Ég skipti líka um pípurnar úr Vanosi og niður í pressure accumulator.
Veit reyndar ekki hvernig þessi brash skinna komst þarna
en hún er farin núna...
Ég var kominn í einhver svaka gír og ætlaði að fara að pólera þetta upp... en hætti snarlega við,, sem betur fer