keypti þennan bíl af uppboði fyrir um 3 vikum síðan og hef verið að dunda með hann síðan.

greindari menn sögðu mér að ég væri með ónýtan bíl í höndunum, svo ég keypti annað boddy til að swappa yfir í.
bíllinn sem ég keypti var 318 bíll sem var ekki nærðum því eins vel búinn og sá svarti enda virkilega vel búinn .
vegna þessa búnaðarmismunar varð ég að swappa ÖLLU yfir og þá meina ég ÖLLU. rafkerfi inni í bíl þurfti að fylgja.
ég meina ekki vill maður hafa 330 með handrúðum afturí. planið hjá mér var að halda manual miðstöðinni eftir að menn sögðu að
hún væri miklugallaminni en það var sömu sögu að segja þar og allstaðar. rafkerfið er öðruvísi svo ég notaði digital.
þetta rafkerfisswapp er búinn að taka úr mér löngunina til að lifa oftar en einusinni og oftar en tvisvar en þetta er að hafast.
allt rafkerfi komið yfir og mótorinn á leiðinni ofaní þann græna. ekki þarf að segja ykkur meisturunum það en það er allt sem er mismunandi í þessum bílum þrátt fyrir að vera sama boddy. abs unitið er öðruvísi og þurfti að græja bremsulagnir fyrir það. bensínsían er meiraðsegja annar og öðruvísi búnaður. ég kem ekki aftursætunum leðruðu fyrir nema sjóða stólafestingarnar og skera úr fyrir sætislásunum. loftpúðarnir eru meiraðsegja með sitthvorum tengjunum. svo eins og þið heyrið. bíllinn var rifinn niður i járn og gler.



okey já vinnan er búin að vera skelfileg en þetta er allt að skríða saman. vantar nokkra hluti í framstykkið á bílnum en
þetta kemur allt með kalda vatninu. Er núna að rífa skaptið undan og drifið og svo fer mótorinn ofaní. Planið er að sprauta bílinn í einhverjum góðum lit svo allar hugmyndir eru vel þegnar. þetta er nóg í bili en ef ykkur vantar einhver smotterísstykki sem falla til við
svona swapp eins og miðstöð, svart teppi, allskonar innréttingarhluti þá getið þið verið í bandi og fengið það á lítið. eigandinn vill losna við það.