Alpina wrote:
Danni wrote:
MEGA algjör synd að það sé ekki V12 í húddinu á þessum
Já,,,,,, þú segir nokkuð
Hehe sagði þetta bara fyrir þig
Allavega þá eins og ég minntist á í gærkvöldi þá er ég búinn að setja þennan á númer og er byrjaður að keyra aftur. Er fyrst núna að fá að finna muninn á bílnum eftir 6 gíra swappið.
Bíllinn er svo gott sem ALVEG EINS í öllu nema þjóðvegar akstri. Þetta er að munar svoldið í eyðslu á langkeyrslu, get fengið hann til að eyða nokkuð minna, sem er í rauninni tilgangurinn með sjötta gírnum. Hinir 5 eru alveg eins og í 5 gíra kassanum.
Á jafnsléttu að halda umferðarhraða á Reykjanesbrautinni þá er þetta svona:

Nokkuð fínt myndi ég segja. Ég ar að minnsta kosti mjög ánægður með bílinn eins og hann er núna.
Síðan gafst mér tækifæri á Hella Dark framljósum. Stóðst ekki mátið og keypti þau á staðnum og setti í strax. Hafði sett 4300K Xenon í gömlu ljósin í vetur og færði það yfir líka.




Núna langar mig bara til að dekkja stefnuljósin aðeins, alveg eins og ég gerði að aftan.
Síðan er það bara að safna peningum til að láta mála húddið, en það er orðið áberandi versti hlutur bílsins.