Ég held að þið gerið ykkur enga grein fyrir því hverslags skipulag og áætlanagerð hefur verið sett saman í kringum þetta verkefni, ég og aðilinn sem að er að pitcha í þetta með mér erum búnir að liggja yfir því hvernig hægt er að gera þetta nothæft...
Þetta snýst samt einmitt um samstöðu og það er það sem að ég bið ykkur vinsamlegast um að sýna núna, allir tala um að byggja full-blown race-track... núna er samningur í hönd um svæðið og þetta snýst um að fara að keyra þetta allt í gang, malbika osfrv...
En ef að enginn mætir er þetta allt fyrir bí, og bara svo að þið vitið það þá er Páll í Nesbyggð búinn að blása öll áform um keppnis(kappaksturs)braut af og verður slíkt ekki framkvæmt á áðurnefndu Iceland MotorPark svæði, heldur eingöngu Ökugerði.... EF að það kemst í gagnið...
Var nú eiginlega að vonast eftir jákvæðari viðtökum en þetta, og er hálf vonsvikinn...
Hlaðbær Colas eru búnir að koma og taka út malbikið, framkvæmdin er með engu móti ódýr... en ALLS EKKI eins dýr og margir halda...
Vona að þið opnið augun aðeins, því að þetta er komið til að vera og með tilkomu TTI verður öll pólitík utan þar sem að við rekum einungis brautarleigu og er það í hönd akstursíþróttafélaganna að leigja brautina og halda keppnir....
Brautarlega hefur gróflega verið ákveðin og eru nokkrar teikningar í gangi, það verður borið upp við ASÍ innan skamms hvaða brautarlega verður notuð.
Menn hafa misjafnar mætur á mér hérna, en ég er allavega að fara ALL-IN hérna og vona að þið takið betur í þetta en svörin hérna að ofan hafa verið að gefa í skyn

En svo að ég svari Sæma (MR.BOOM) þá er það algjörlega rétt, sameinaðir sigrum vér og sundraðir... já.. skíttöpum við... en það er ekki hægt að hafa bara eina braut... og hvað þá á akureyri, þetta svæði er í nánd við höfuðborgina og það er alveg must að hafa fjölbreytni...
Við erum nota bene ekki að þessu til þess að stofna til samkeppni við neina aðila, við erum ekki íþróttafélag heldur brautarleiga og þið eruð bara að leigja af okkur malbikið

Takk fyrir í bili, ég kem með update um leið og hægt er
