Jæja eftir að hafa ekki komist mikið í bílinn síðustu vikur þar sem ég var vinnandi allar helgar þá ákvað ég að nýta fríið mitt og ditta að græna aðeins, lagaði nokkur smáatriði og þreif hann almennilega svo að hann seljist nú sem fyrst.
Ákvað svo að taka smá rúnt til að vera nú viss um að allt sé í góðu eftir að ég lagaði einn boost leka.
Komst ekki lengra enn önnur fulla gjöfin og þá eru 4 gírar handónýtir. Rétt komst heim í 5gír...
Þeir sem þekkja mig vita að ég er voðalega lélegur að taka myndir af bílnum sjálfum eða af innréttingunni enn þar sem að þetta þarf að seljast ASAP þá varð ég að gefa mig.


Fínasti CD changer í skottinu, held að diskarnir séu búnir að vera þarna í 10ár hið minnsta.





Það er ekki hægt að segja að þetta looki eins og þetta geti jarðað flesta bíla á götunni enn aflið er til staðar það er nokkuð víst.
Væri alveg til í að smella þessu á móti einhverju spræku bara til að fá reference.
EDIT .
Ég hafði hugsað mér að reyna finna 328i ZF kassa eða M3 kassa eða einhvern diesel kassa sem myndi passa beint í. Endaði á því að finna 3.0 M3 5gíra ZF Z310 kassa á 175pund shippað, er þá búinn að eyða 90k ISK í gírkassa í þennan bíl. Eins gott að það sé komið nóg í gírkassa.
_________________
With great challenges comes great engineering.
Gunnar Reynisson
