Smá innskot/update.
Bíllinn keyrir alveg ótrúlega vel, nýja kúplingin frábær og 6gíra kassinn smooth as butter. 6. gírinn er kanski ívíð of hár í samblandi við 2.93 drif og maður er oft kominn vel yfir 130km/h limitið á hraðbrautinni á bjánalega lágum snúning. Ég er að velta fyrir mér hvort að 3.15 drifið fer aftur í bílinn.. það gæti verið málið núna.
Því miður lekur olía enn út úr bellhousing, þannig að ég ætla að rífa þetta í sundur aftur, og setja nýja pakkdós ásamt pappírspakkningu á lokið. Þetta er s.s. ekki nema 6 tíma verk enda þarf ég hvort eða er að taka hvarfakútana úr eftir skoðunina, og það er nett tímafrekt.
Auk þess keypti ég E46 330d shifter, en hann á að stytta throw um 30% c.a. Enn og aftur dauðlangaði mig í UUC shifterinn en fanst hann bara of hátt verðlagður. Þetta fer því í um leið og ég fer í að skipta um pakkdósina á sveifarásnum +nýjar fóðringar og fleira.
Ég tók eftir því áðan að olíuhitinn fer upp í 120°c þegar ég er að bíða í traffík, jafnvel þó að hitinn úti sé 4-5°c. það er hærra en ég sá áður en ég skipti um olíukæli (hann er nýr) og setti 15W-40 Motul olíuna. Spurning hvort af þessu er að valda þessu (EF ÞAÐ ER MÁLIÐ) eða hvort þetta er útaf því að ég færði oil-feed slönguna fyrir aftari bínuna. Áður fyrr lá hún framfyrir mótor, en í dag liggur hún afturfyrir hjá gírkassanum.
Annað sem ég tók eftir var að olíuhitinn fór upp þegar ég setti miðstöðina á?? meikar það sense????
Svo er kominn smá listi yfir það sem ég vill gera næst (fyrir utan það sem er upptalið að ofan).
1. finna út úr því af hverju ég fæ pústlykt inn í bíl þegar miðstöðin er á. Grunar að þetta sé bara einföld aðgerð, að þétta skúffuna við húddið þannig að miðstöðin taki inn ferskt loft úr ristinni en ekki innan úr húddinu. Mögulega er þetta vegna þess að ég er með spacers undir húddskrúfunum til að lyfta húddinu upp að aftan og fá loftlæði í gegn. Það liggur beinast við að fjarlæja þessar skinnur.
2. það er eitthvað skrölt í afturöxlinum þegar ég fer af/á gjöf (littla gjöf). Hljómar eins og input flangeinn sé jafnvel ekki nógu hertur á drifinu. Ég þarf samt eiginlega að fá fagmann til að bilanagreina þetta áður en ég fer að rífa og tæta.
3. finna GT innréttingu á góða verðinu og swappa út veltibúrinu ásamt Schroth beltunum. Mig langar að runna hann aftur sem 4 seater, en samt með Recaro's up front. Það þýðir að ég þarf að finna sætisbracket farþegamegin sem er hægt að velta.
4. skipta út Recaro bracketinu sem er bílstjóramegin. Mér finnst það vera svona 2-3 cm of hátt, vill geta setið neðar í bílnum. Það er quicky, stillanlegt low profile sleði/brakcet er kanski € 80 á ebay.de með TUV á menað helvítis Recaroið kostaði formúgu.
5. Dunda mér í að endurbyggja auka vanosið og setja anti-rattle kittið í. Henda því svo á mótorinn.
6. Breyta crankcase önduninni þannig að catch-canið andi inn í pústið í stað þess að anda inn í pre-turbo inntakið. Með því að anda því inn í pústið myndast vacume í slöngunni, þ.e. pústið mun draga úr crank pressure. Það er til svona kit hjá Summit Racing, en þeir eru bara í dellunni með sendingarkostnað. Ég er að vinna í því að fá einn félaga á Bimmerforums til að panta og senda mér.

En eins og áður er nóg til að dunda sér í.