Alpina wrote:
Dóri- wrote:
Rafmagnsbílar eru bara bull að mínu mati, aldrei myndi ég nenna að standa í að hlaða rafmagnsbíl á leiðinni til akureyrar í klukkutíma.
þetta er málið
http://en.wikipedia.org/wiki/Honda_FCX_Clarityhttp://www.youtube.com/results?search_q ... QBKvGKNSnESérstaklega þar sem það er ekki hálft tonn að rafgeymum eins og í teslunni, heldur svipað og er í hybrid enda er þetta hybrid vetni/rafmagn.
Veistu hvað fer mikið rafmagn í að búa til vetnið,,,,,,,,,,,,,
áður en þú lofsamar þetta,, kynntu þér förgunina,, Ooooooooooog hversu mikil mengun verður áður en einn HYBRID bíll er búinn til
það er ekki allt sem sýnist
Þetta er nú að breytast með hybrid bílana þeir eru að fara að koma með li-ion battery ef þeir séu ekki komnir með það nú þegar, þær eru mun umhverfisvænari heldur en forverinn. en málið mun vera að hráefnin í li-ion batteryin eru af frekar skornum skammti, eða svo mun vera talið og verðið er að hækka útaf aukinni eftirspurn. li-ion er líka notað í tesluna en magnið af rafhlöðum í svona bíl er gígantískt og var ekki verið að fleygja því að það væri hálft tonn að rafhlöðum í þessum nýja.
Málið er að hybrid bensín/rafmagn er bara hálf kjánalegt, vegna þess að þú ert að bera helling af rafhlöðum í bensínbíl og brenna eldsneyti til að búa til rafmagn. Eftir
minni reynslu eyðir priusinn meira heldur en sambærilegur bensínbíll. Ég einhvernvegin sé ekki fyrir mér rafmagnsbíla í heiminum í dag þar sem mikill hluti rafmagns er framleitt með kjarnorku, kolum/jarðeldnseyti osfv.
Ég er ekki að segja að vetni sé lausnin því að í raun er það rugl að framleiða vetni með kolum eða kjarnorku.
Að framleiða vetni er eflaust dýrt, en eins og með allt þegar fjöldaframleiðsla fer í gang finnur fólk oft leiðir til að lækka framleiðslukostnað.
En þegar litið er til íslands þar sem mikil orka er í boði sem er framleidd á vistvænan hátt þá virðist þetta frekar sniðugt.