Jón Bjarni wrote:
síðan geturu líka sett þetta á bakvið lista ef það er parket á íbúðinni...
Að fræsa í stein er subbuvinna.
Getur keypt plastlista á 695,- í bauhaus og lagt í þá, mæli með að kaupa akrýlkítti til að festa þá því límborðinn er drasl.
Ef þú kippir gólflistunum af þá er möguleiki að fræsa litla rennu úr þeim sem þú getur lagt kapalinn í, einnig ef parket er lagt með smá bili upp við vegg þá getur þú komið kaplinum þar bakvið.
Ef kjallari er undir þá getur þú lagt kapalinn þar og síðan borað upp í gegnum gólfið.
Annars er þetta vonlaust nema að fá einhvern til að skoða þetta og leggja mat á, það eru svo margar aðferðir í boði..