Jón Ragnar wrote:
Stefnir í Sjálfstæðisflokkinn og Bjarta Framtíð?
Ég held að sjálfstæðismenn fái mitt vote... menn mega svo lesa það sem að þeir vilja af því...
Ég hélt því nú fram á sínum tíma að eflaust hefði verið best að súpukokkarnir myndu súpa seyðið sjálfir og taka til eftir eldamennskuna. Hversu vel það hefði gengið veit enginn náttúrulega, og ég er efins um að við værum að stíga svona hratt upp en þessi skattpíning sem að er í gangi núna er allavega alveg hræðileg.
Vísitala neysluverðs er svoleiðis að maður á hreinlega ekki til orð, og ekkert er gert til þess að stýra því til þess vegar að hjól atvinnulífsins komist á allmennilegt skrið...
Ég veit alveg að það er ekki 2007, en það er margt í gangi og annað ekki sem að ætti að vera í gangi....
Confusing póstur ?
Ég kaus Bændaflokkinn síðast, eingöngu vegna þess að í mér ríkti heift í garð sjálfstæðismanna eins og í mörgum öðrum... en við skulum ekki gleyma því að það var í þeirra tíð sem að okkur leið vel og allir áttu ofan í sig og sína !!!