Bíllinn fór í skoðun áðan, ekkert að honum.. NEMA: 5mm spacers að aftan, engin gögn um TUV engin skoðun. Það gefur ykkur hugmynd um aðstæðurnar sem ég þarf að búa við. Þetta þýðir að ég þarf að fjarlægja spacerana, sem er 10mínútur, en ég þarf að fara aftur í helvítis skoðunina sem er svona 1klst bið.
Fyrst lenti ég á Lúxara sem vara bara í lagi, spurðist fyrir um bílinn og benti mér á að hann væri að ganga of lean í lausagangi (það var nú bara vegna þess að ég leanaði hann út fyrir skoðun). Svo spurði ég hann um hvarfana og þeir eru mandatory á öllum bílum sem komu með hvarfa, nema bíllinn sé pre 1991 framleiðsla. Hann benti mér vinsamlega á að ég þyrfti nú bara að hafa hvarfana í einu sinni á ári, þegar ég kæmi í skoðun. Svona eiga menn að vera.
Næsta stöð var undirvag, fjöðrun, felgur, dekk og slíkt. Allt í prima standi, nema núna var það einhver helvítis franskur froskur sem spurði um hvert TUV skírteynið á fætur öðru. Ég er með mega möppu með öllum gögnunum og sýndi honum þetta og fullyrti að ég væri með allt mitt á tæru, enda 6. skiptið sem ég væri með bílinn þarna. Hann leitaði og leitaði þangað til að hann fann eitthvað sem að ég var ekki með TUV fyrir, helvítis aumingjalegir 5mm spacers að aftan, sem ég færði af framöxlinum fyrir rælni þegar ég setti vetrardekkin undir.
UUC dótið: Unaður í akstri en rosalegt chatter í lausagangi, svona svipað og maður sé með glerkrukku hálffulla af stálboltum og maður snúi dósini róilega í hringi. Gamla JE-Racing var meira svona chak-chak-chack sound og í raun betra. Hinsvegar líður mér eins og það sé smá loft inni á kúplingunni. Ef ég stend lengi á pedalanum í hlutlausum og reyni svo að setja í gír er það erfitt, ef ég fer af pedalanum og aftur á hann er það ekkert mál. Reverse er verstur.
Skoðunarmynd