BirkirB wrote:
IvanAnders wrote:
BirkirB wrote:
Þó að hlutur seljist á einhverja x upphæð þarf hann ekki endilega að vera þess virði.
Jú, það er akkurat þannig, og ekkert öðruvisi!
Á meðan verðið er eðlilegt miðað við eintakið já.
Þetta er eins og með hlutabréf, þeir sem eiga vilja selja hátt, þeir sem vilja kaupa vilja borga lágt. Enn þar sem að í öllum kerfum myndast jafnvægi þá finnst ákveðinn millivegur. Sá millivegur kallast gengi, þegar eftirspurning eykst þá eykst gengið, þegar hún lækkar þá lækkar gengið.
Þar af leiðandi er virðið alltaf gengisverð (gangverð þegar er talað um bíla) og því er það framboð og eftirspurn sem stjórnar genginu,
Þú getur samt ekki borið samann tvo svipuð hlutabréf (Apple, Greenland Tech corp) því þeir eru í sama flokki/geira/iðnaði og ætlað að þau séu sama virði, bílar eru á sama hátt, hver bíll er hlutabréf útaf fyrir sig og hefur því SITT EIGIÐ virði að hverju sinni.
Ég skil alveg hvað þið eruð að meina. Kannski er ég bara eitthvað tregur en þó að einhver bíll, segjum bara venjulegur nice e36 325 til að miða við eitthvað, seljist á 2 milljónir, þá verður hann ekkert meira en 7-800þús. króna virði fyrir mér og sennilega flestum öðrum.