Jæja það hlaut að koma að því að maður gerði loksins þráð um þennan bíl sem ég flutti inn í lok Júní 2012.
En eftir að hafa tekið þá skyndiákvörðun um að fara útí M60 swap í E30 blæjunni minni þá ákvað ég að flytja inn annaðhvort E34 530i V8 eða E32 730i V8 til þess að verða mér út um gírkassa, brakebooster og nokkra aðra hluti ásamt því að læra og hafa gaman að því að flytja inn bíl til landsins en ástæðan fyrir því að ég ákvað að leita mér að þessum tveimur BMW tegundum er sú að þeir eru ódýrir í evrópunni og geta kostað álíka mikið og aðeins gírkassinn einn og sér.
Fyrir valinu varð þessi fjarskafallegi E34 530i Touring árg. 1994 sem er tvílitur þar sem að fyrri eigandi keyrði á grjót að mér skilst og setti hann því grænan framenda á hann en bíllinn var einmitt svona grænn áður en hann var málaður hvítur.
M60B30 - Ekinn 211.000km.
Beinskiptur fimm gíra
Litur: Hvítur, grænn og svartur
Svart leður
Topplúga
Tvískptur afturhleri; hægt að opna gler eitt og sér
AC
Aftermarket loftpúðastýri
Læst drif
15" BMW álfelgur sem eru lýta út eins og nýjar
Bíllinn er lækkaður en óvitað hversu mikið
LAD í afturfjöðrun
Rafmagn í öllum rúðum
OEM fjarstýrðar samlæsingar
Við, Skúli og Danni ásamt Gunna flugum að norðan frá Bíladögum á sunnudeginum og rétt höfðum tíma til þess að koma við heima, skipta um föt og hendast svo uppá flugvöll til þess að ná fluginu til London en á flugvellinum borðuðum við morgunmatinn með miklu hraði þar sem að það var byrjað að hleypa um borð í vélina þegar við loksins komumst í það að borða. Þegar út var komið gistum við hjá Gunna í um viku og fórum meðal annars í útskriftina hans úr Oxford Brooks University
Mynd af Reynisson brothers í útskriftinn hans Gunnars í geggjuðu veðri(undirritaður var að berjast við hitan

)

Skúli keypti sér líka bíl og var það E36 328ia Touring og hér er mynd frá því að við sóttum hann:

Svo var kvatt Gunna og keyrt í einum rykk frá Cottenham í Bretlandi til Bitterfeld-Wolfen í Austurhluta Þýskalands að sækja Touringinn minn.
Í lestinni á leiðinni til Frakklands frá U.K:

Eftir að hafa keyrt í gegnum Frakkland, Belgíu og Holland vorum við loksins komnir til Þýskalands og menn að sjálfsögðu MEGA sáttir með það! En hér vorum við að tanka á bensínstöð í DE um nóttina:

Þegar við loksins komum á áfangastað var að líða undir morgun og við alveg búnir á því og gistum því á fyrsta hótelinu sem við sáum sem var Hotel Ambassador en við náðum að hvíla okkur þar í alveg heila fjóra tíma og vöknuðum svo í alveg brakandi blíðu, sól og hita

Síminn var rifinn upp og seljandinn ræstur út til að afhenda bílinn en hér var verið að ræða málin og færa dót úr E36 yfir í E34:

Sem betur fer virkaði AC'ið alveg glimrandi vel því ég var að farast úr hita en eftir að bíllinn hafði staðið í ár var skellt á hann númeraplötum og beint út á Autobahn og stefnan tekin í suðvestur að ná í eitt stykki leður innréttingu í bílinn sem var hent í hann á mettíma og stefnan loks tekin norður til Billund flugvallar í Danmörku en Danni átti flug heim til Íslands morguninn eftir. Bíllinn stóð sig með prýði og M60B30 fór sjaldan niður fyrir 3.500rpm. en keyrt var á rúmlega 140km/h. mest allan tíman upp til DK. og var eyðslan uppá 10,8l/100km:
Á ferð um Norður Þýskaland í rigningunni:

Komnir á flugvöllinn í Billund eldsnemma um morguninn eftir tæplega þúsund kílómetra keyrslu frá Bitterfeld-Werfen alveg grútþreyttir, svangir og já peningalitlir en ég hafði komist að því stuttu áður á bensínstöðvarstoppi í DK. að ég hafði gleymt kortinu á bensínstöð í Þýskalandi mér til mikillar ánægju

Sem þýddi að ég þurfti að bíða til hádegis eftir því að bankinn opnaði á Íslandi til þess að geta millifært peninginn á hitt kortið mitt en í millitíðinni átt ég ekki squad og lifði á Skúla

Tekið bensín í Horsens í Danmörku:

Aðfram komnir af þreytu komum við loksins í kuldan í Hirtshals og þurftum að bíða í sex tíma eftir hótelherbergi en á meðan sváfum við eins og ungabörn í E36. Komnir á hótelið sem var rétt fyrir utan Hirtshals, skellt sér í heita sturtu(síðast farið í sturtu í U.K.

), opnað einn kaldan rölt á veitingastað fengið sér að borða og svo var farið í koju að ná sér í góðan nætursefn enda þurftum við að vakna eldsnemma daginn eftir til að ná Norrænu.

Við Skúli mættir í röðina í Norrænu:

Komnir um borð í dallinn:

Ekki var mikið hægt að gera um borð annað en að sofa, borða og drekka bjór en hér var Skúli að gæða sér á Færeyískum bjór og danskri pulsu:

Komnir á Klakan og verið að tolla bílana en hér var verið að gegnumlýsa kvikindið:

Loksins komnir úr Tollinum og verið að fylla bílana af bensíni:

Eftir að hafa keyrt heila 79 kílómetra á Íslandi sprakk hjá mér annað afturdekkið uppá Breiðdalsheiði en hér var verið að skipta um bæði afturdekkin hjá mér:

Pósa við Jökulsárlón:

Nokkrum dögum eftir að ég kom heim kom ég að bílnum með olíupoll undir vélinni en þá hafði skítamix fyrri eiganda gefið sig en olíupannan hafði brotnað hjá honum og var haldið saman með sílikoni. Bíllinn stóð því í tvo mánuði vegna aðstöðuleysis og var svo loks skellt inn og uppá búkka þar sem að hann stóð næstu fjóra mánuðina en það var brotist inn í aðstöðuna hjá okkur strákunum og stolið nánast öllum mínum verkfærum ásamt græjunum úr bílnum mínum og það tafði aðeins verkið ásamt því að ég var að sanka að mér varahlutum og nenni í að klára verkið

Svon leit efri pannan út eftir að ég hafði tekið hana úr en hún hafði brotnað í kringum olíukvarðan:

Neðri pannan var kengbogin og snúinn og búið að sjóða í hana áður en hér er hún við hlið pönnunar sem fór í bílinn en hún var úr 96 árg. af bíl og búið að uppfæra hana, s.s. búið að færa aftöppunargatið á betri stað og styrkja hana:

Gamla brotna panna við hlið pönnnar sem fór í bílinn en hún kom einnig úr sama bíl og neðri pannan og líka búið að uppfæra hana en búið er að styrkja hana og það stendur ekki lengur rör fyrir kvarðan niður úr gatinu og alla leið niður í neðri pönnu þannig að ef neðri pannan fær högg á sig neðanfrá þá er hún ekki að fara að brjóta efri pönnuna í kringum kvarðagatið:

Olíupannan tilbúin að fara í bílinn ásamt nýju olíupönnupakkningunni:

Til þess að ná efri pönnunni undan bílnum þurfti að taka neðri olíupönnuna, olíudæluna og slaka mótorbitanum niður:


Startarinn var á síðasta snúning og komið í hann ljótt hljóð þannig að honum var hent í klössun og er hann nú sem nýr:

Eftir hellings vinnu þá er bíllinn loksins kominn í gagnið en ég ákvað að rífa hann ekki strax þar sem að ég ætla að nota hann sem vetrarbarning í vetur á meðan Sjöan er í smá aðhaldi og leika mér á honum næsta sumar enda eðal trampdrifter hér á ferð

Over & out.
EDIT: Ég gleymdi að taka það fram að þegar ég púslaði dótinu saman þá setti ég nýja OEM olíudælubolta og nýja viftureim framan á vélina þar sem að sú sem að var á henni var orðin veeel þreytt.