bmwkraftur.is

BMWKraftur spjallborð
It is currently Tue 06. May 2025 18:00

All times are UTC




Post new topic Reply to topic  [ 4 posts ] 
Author Message
PostPosted: Sun 06. Jan 2013 20:31 
Offline
Kassabílstjóri

Joined: Thu 18. Sep 2008 12:23
Posts: 242
Mig bráðvantar hjálp sem allra fyrst. Bíllinn minn er 1999 e39 540i sem er ekinn um 188þús og af þeim hef ég sennilega ekið um 20þús á rúmlega tveimur árum. Ég held að fyrrum eigandi/eigendur hafi ekki hugsað vel um hann þar sem ég hef þurft að laga margt. Allavega..

Um daginn gerðist það að bensíndælan fór í bílnum á meðan ég var akandi og afleiðingar þess urðu að kertin urðu alveg sótsvört og ógeðsleg. Ég skipti um dælu og þreif kertin og bíllinn var eins og nýr aftur. Það gerðist fyrir c.a mánuði eða einum og hálfum mánuði síðan.

Í gær hóf vélin að láta furðulega og vélarljósið í mælaborðinu byrjaði að blikka (sem þýðir engine misfire) þannig að ég kom bílnum inn í skúr. Ég hef tekið kertin úr og skoðað. Öll voru fín nema eitt sem hafði talsvert af olíu á sér, sem reyndar var líka á þeim tíma sem ég skipti um bensíndælu. Ég þreif kerfið og setti það í og tók úr. Ég gerði þetta nokkrum sinnum.

Hér er vídeó sem ég tók af mér að starta honum:


Mér hefur verið bent á að prófa að setja smá "Redex" eða hvað sem það heitir ofan í hjá ventlinum. Það á að losa olíuna og eitthvað. Man ekki nákvæmlega hvað var sagt við mig. Eitthvað um að stimpilþéttihringur gæti verið laus, eða jafnvel fastur.

Ég verð að leysa þetta vandamál sem allra allra fyrst. Allar hugmyndir eru vel þegnar og endilega spyrjið ef það er eitthvað sem ég tók ekki fram.

_________________
1999 e39 540 4,4l V8
Image


Top
 Profile  
Reply with quote  
PostPosted: Mon 07. Jan 2013 12:02 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Wed 12. Nov 2003 11:52
Posts: 5326
Location: Keflavík
Ég myndi koma honum í aflestur einhverstaðar.

Hef lent í svakalegum ógangi og sprengingum og látum í bæði E34 og E39 540i hjá mér og í bæði skiptin voru það súrefnisskynjarar í pústinu.

En þar sem þinn 540 er '99 árgerð þá eru þeir fjórir, tveir fyrir framan hvarfakúta og tveir fyrir aftan.

_________________
Danni

'01 E46 330iA
'99 E46 320i
'98 Honda Civic 1.5i
'17 VW Polo 1.2 TSi


Top
 Profile  
Reply with quote  
PostPosted: Mon 07. Jan 2013 12:46 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Thu 08. May 2008 22:17
Posts: 4849
Location: Hfj City
Danni wrote:
Ég myndi koma honum í aflestur einhverstaðar.

Hef lent í svakalegum ógangi og sprengingum og látum í bæði E34 og E39 540i hjá mér og í bæði skiptin voru það súrefnisskynjarar í pústinu.

En þar sem þinn 540 er '99 árgerð þá eru þeir fjórir, tveir fyrir framan hvarfakúta og tveir fyrir aftan.


Þessir að framan stýra, þessir að aftan lesa bara. Það eru því bara þessir fremri sem geta orsakað lélegan gang.

_________________
Benedikt Guðmunds. 615-2630
The Small : BMW Z3 '97 , The Big : BMW X5 4.4i us '00 & The Beater : BMW X5 4.4i '01

Image


Top
 Profile  
Reply with quote  
PostPosted: Tue 08. Jan 2013 01:35 
Offline
Go-kartbílstjóri

Joined: Thu 29. May 2008 23:33
Posts: 295
Settiru nýja bensínsíu í hann þegar þú skiptir um dæluna og var dælan OEM (Bosch)?

Ég lét TB setja nýja dælu í bílinn og hún var ekki Bosch, eftir tæpa tvo mánuði byrjaði bíllinn að ganga illa, ekkert ósvipað videoinu og í hjá þér.

Ég setti því OEM síu og dælu í hann og allt í góðu.

_________________
BMW E39 535i 1999


Top
 Profile  
Reply with quote  
Display posts from previous:  Sort by  
Post new topic Reply to topic  [ 4 posts ] 

All times are UTC


Who is online

Users browsing this forum: No registered users and 7 guests


You cannot post new topics in this forum
You cannot reply to topics in this forum
You cannot edit your posts in this forum
You cannot delete your posts in this forum

Search for:
Jump to:  
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group