Ef ég versla eitthvað af flugeldum, þá versla ég þá af björgunarsveitinni. Mér finnst samt absúrd að fólk sé að hrauna yfir aðra sem eru að reyna að selja flugelda. Björgunarsveitin á markaðinn, en það á ekki að gefa þeim hann eða setja bann á að aðrir selji flugelda. Það er fátt annað eins fáranlegt og þessar pælingar enda stríðir þetta gegn öllu því sem frjálst land á að standa fyrir.
Svo sá ég þennan póst á facebook í dag:
Quote:
Festi mig við Bláfjöll í nótt, alveg pikkfesti mig. Hringdi fyrst í hopkaup.is og bað þá um að koma og hjálpa mér, virtist sem maður hafi verið sofandi en hann sagðist ekkert geta hjálpað mér og varð frekar pirraður á þessu. Hringdi svo í Örn Árnason og bað hann um að koma og hann varð eitthvað vandræðalegur en bauð mér afslátt á flugeldum, ég hló bara og sagðist aldrei ætla að versla við hann, hringdi að lokum í björgunarsveitina og þeir sögu mér að bíða í 20 mín því þeir væru að koma. Bið fólk að hugsa rökrétt í þessum málum, þú ert ekkert að brenna peningana þína með flugeldum heldur ertu að styrkja gott málefni með að versla af björgunarsveitunum

Og mig langaði að skalla viðkomandi. Hvert einasta ár.