hvernig virkar EGR-ventillinn í þessu samhengi ?
ég var að rífa soggreinina af (Musso-diesel) og talsvert magn af sóti innaná bæði soggreininni og innportunum í heddinu,
er að spá í að aftengja EGR-ventilinn til að minnka þetta en bara af forvitni; hvernig breytir hann kælingunni eða var verið að ræða um einhvern hitarofa (thermostat) sem gæti stýrt einhverju fleiru en opnun EGR-ventilsins ?
EGR-er víst til að minnka NOx (nituroxíð-sambönd, krabbamein o.fl. tengt því) með því að blæða smá afgasi aftur í soggrein til að kæla brunann (minna súrefni í afgasinu sem kemur aftur inní brunarýmið) til að standast mengunarkröfur.
annars ef það virkar fínt að kippa viftuspaðanum af er hægt að versla rafmagnsviftur fyrir bíla og stýra viftunni annaðhvort
beint með rofa (gegnum relay) eða setja hitarofa (thermoswitch) í vatnskassann (eða annan stað) = hugmynd

annars setti ég plötu fyrir framan vatnskassann í öðrum jeppa sem ég átti (Nissan-commonrail) en fann nú ekki hitamun, sá bíll var óþolandi lengi að hitna og held að Webasto hafi verið eina alvöru lausnin sem ég bara tímdi ekki (fátækur skólastrákur).
reyndar setti ég í hann og Mussoinn rafmagnshitun, element skrúfað inní blokkina (frosttappi úr), það tengt í húsarafmagn (230V) og heldur vélinni um 40-50°C, kostar um 15þkr í N1 og tók rúma klst að setja í (með kælivatnsskiptum), dregur 550W (um 7kr/klst) og
það eru klárlega ódýr þægindi ef bíllinn er nærri húsinu
