bjahja wrote:
Ef það væri ekki svona mikill rígur í þeim á kvartmílunni væri gaman að fá að hitta þá og spyrna við þá í sumar, þó svo að þeir munu líklega vinna.
En við vitum allir hverjir myndu vinna ef við bætum við einni eða tvemur beygjum

Jæja,góðan daginn
Farðu nú aðeins varlegar í yfirlýsingarnar.Það er mikill og óþarfa rígur á BÁÐA bóga.Svo er ekkert að víst að amerísku bílarnir vinni alltaf og það er heldur ekki víst að bimmarnir vinni ef það væri verið að keppa á braut með beygjum.Þetta fer algerlega eftir bíl,uppsetningu og ökumanni.En almennt séð þá henta ameríkanarnir betur í 1/4 mílu og bimmarnir betur í hitt,þannig er það allavega hérna á klakanum okkar.Því miður er ekki hægt að keppa í öðru en 1/4mílu hérna hjá okkur.En það er ekki hægt að bera þetta tvennt saman bimmana og kanana.En ættum við ekki hætta að metast og reynum að hafa bara gaman af þessu,þetta er jú bara sport.
Kveðja,
Atli Pé,sáttasemjari
Ps.
gstuning:
Það verður gaman að sjá þig í sumar."Put your money where your mouth is"

Persónulega þætti mér heiður af því að stinga þig af á 1/4mílu

En ég viðurkenni fúslega að bíllinn minn hentar ekki beinlínis vel í beygjur,allavega eins og hann er í dag.