Til sölu glæsilegur BMW Z3 Roadster 2,5l. árgerð 1999.
Bíllinn er silfurgrár,beinskiptur, ekinn um 76.000 km. Það er nýlega búið að mála framendann á honum og sílsana. Í fyrra var sett á hann ný blæja og það eru ný dekk á honum. Frá því að ég keypti hann þá hefur hann bara verið notaður á sumrin og ég veit að síðasti eigandi notaði hann líka bara á sumrin. Í honum er 2,5l. 6cyl M52TUB25 með VANOS breytilegri ventlaopnun.
Bíllinn er leðurklæddur með rafmagni í sætum, hita í sætum, rafmagni í rúðum og samlæsingum. Blæjan er líka rafmagnsdrifin á honum. Undir honum eru 18" M3 felgur og það er búið að pússa upp framljósin á honum og taka úr appelsínugulu speglana og komin eru á hann hvít stefnuljós.
Ásett verð á þennan gæðagrip er kr. 1.690.000,-. Ég skoða skipti á ódýrari og mögulega dýrari ef það er vit í því.
Nánari upplýsingar í s: 825-2263 eða
bjornr70@gmail.comHér að neðan eru nokkrar myndir af gripnum.



