Þar sem bláa djásnið er selt, þá vantaði mig bíl til að rúlla á um daglega.
Ákvað að fara að skoða á föstudagskvöld, þennan græna E34 með M40B18 sem var auglýstur sem "Gullmoli".
Ég var ekki lengi að kaupa hann þegar ég prufaði hann og fékk að vita hversu vel honum hefur verið haldið við í gegnum árin, og margt endurnýjað!
Ég er semsagt annar eigandi af þessum grip, en fyrsti eigandi kaupir hann nýjan í Bílaumboðinu og hefur átt hann síðan þá.
Bíllinn er soldið sjúskaður að utan, rið hér og þar, en alveg orginal bíll, innrétting er rosalega heil fyrir utan smá rifu á kantinum á bílstjórasæti, og allur búnaður virkar sem skildi.
Það er rosalega gott að keyra þennan bíl, hef ekki setið í svona þéttum e34 áður, algjör draumur í keyrslu. Einungis ekinn 199.xxx km eins og er.
Þetta er semsagt BMW E34, 518i með beinskiptum 5 gíra kassa.
Ljós innrétting, með plussáklæði.
Kemur af framleiðslulínunni í Maí 1990, en er fyrst skráður á Íslandi í Ágúst sama ár. Gaman að eiga bíl sem er jafngamall og ég.
Bíllinn er Islandgruen Metallic að lit, Litanúmer 273, eða Íslandsgrænn eins og sumir kalla hann.
Engin sérstök plön eru með þennan bíl nema keyra og halda við.
Bíllinn er meðal annars með smurbók frá upphafi:





Bíllinn var allur í skít eftir óveðrið fyrir helgi, þannig fyrir árshátíðan í gær skolaði ég af honum






Síðan eftir árshátíðina langað mig til þess að shæna bílinn vel, fór og bónaði hann.

Tók síðan nokkrar myndir, Smellti á hann líka Hella Dark afturljósum sem ég átti til.






Fæðingarvottorð:
