Árshátíð BMWkrafts verður glæsileg í ár, hún verður haldin á sama stað og síðast, svo það komast eingöngu 70 manns, svo fyrstir koma (og borga að sjálfsögðu), fyrstir fá!
Hún verður haldin laugardaginn 3. Nóvember, húsið opnar 19:00 og borðhald hefst 20:00
Salurinn er staðsettur á efstu hæð í Mjóddinni, gengið inn fyrir miðju, á þeirri hlið sem snýr að Byko.

Eins og venjulega verður boðið upp á einhvern stórfurðulega ramm áfengan drykk í fötu (svo fólk byrji nú að spjalla saman eins snemma og hægt er)
En hún klárast líklega fljótlega, svo fólki er bent á að kippa með sér t.d. rauðvínsbelju, flösku eða bjór.
En fyrir bílstjóra og aðra sem ekki hafa áhuga á að verða þunnir daginn eftir, er að sjálfsögðu frítt gos í boði og meira að segja snakk meððí.
Skemmtiatriðin eru enn í vinnslu og einnig maturinn, en hann klikkar EKKI! Það er loforð!
Þetta er teiti sem ekki má missa af!
Ekki var mikið um myndbandsupptökur í sumar svo það er enn óljóst hvernig það fer.
Veitt verða verðlaun fyrir hitt og þetta og á næstu dögum dettur inn tilnefningasíða og svo kosningasíða.
Verð fyrir “gilda limi” er kr. 4.000 (sama fyrir maka)
Verð fyrir “ekki svo gilda limi” er 5.000 kall.
SKRÁNING!
Þeir sem ætla að mæta, verða að skrá sig hér --->
SKRÁNING!Veisluþjónustan þarf að vera komin með lokatölur 31. Okt, svo þá lýkur skráningu!
En eins og þið munið, þá stóð hér aðeins ofar að það sé takmarkað sætaframboð, svo ekki vera að hangsa fram á síðustu stundu með skráningu.
Þið skráið ykkur strax, og ef þið eigið ekki pening, borgið um mánaðamót. Alls ekki geyma skráningu, það er bara vont fyrir alla

Millifærið inn á
0322-26-2244
kt. 510304-3730
Ef greiðandi er annar en sá sem er skráður, muna að láta kt. þess sem er skráður í skýringu.
kveðja,
Skemmtinefnd BMWKrafts