Leikmaður wrote:
Ég hringdi líka í konuna á sínum tíma þegar ég sá hann auglýstan. Eldri kona sem býr á Arnarnesinu. Sagðist langa t.d. í flotta vespu í skiptum - bara til þess að eiga e-ð flott í bílskúrnum þegar þessi væri farinn

En talandi um M3 á þessu verði. Hefur e-r skoðað þennan bláa á barnalandi E36 M3 ek. 44 þús. km. US bíll?
JKH
Já, ég hef skoðað hann áður. Taktu þessu með smá fyrirvara frá mér, því ég vil helst ekki koma með komment sem svo reynast ekki vera rétt. Kannski að einhver geti staðfest þetta.
Ef ég man rétt, þá var hann fluttur inn tjónaður eða tjónaðist skömmu eftir að hann var fluttur heim. Veit lítið um stærð tjónsins, en veit að það var víst lagað alveg 150% og er bíllinn alveg gífurlega heill í dag. Eina sem er slæmt er munur á afkastagetu US E36 M3 og EU E36 M3. Sumir vilja jafnvel ganga svo langt að kalla þetta E36 330i M-Tech, en það er sama hvað þeir segja - þetta er M3.