Sælir spjallfélagar !
Ég heiti Arnar og bý á Vestfjörðum. Ég er á öðru stigi í vélstjórn í menntskólanum á ísafirði, og er maður aðeins byrjaður að grúska í vélabissnesinum. Ég hef brennandi áhuga á bílum (BMW), vélhjólum og bara vélum yfir höfuð.
Ég á því miður ekki almennilegan bíl ennþá

en vonsast til þess að geta keypt BMW í haust.
Ég á 70cc Hondu hjól (skipti um stimpil ofl.) helminginn í 350cc yamaha og eitt svona leiktæki svona 2 dyra gamlann dæjara. Ég fékk þennan bíl gefins en það var brotið mismunadrifið í honum og húsið í kringum það. Ég lærði alveg helling á að rífa vélina úr. Ég sauð mismunadrifið saman (var allt i smalli) og var bíllinn þá orðinn splittaður að framan, kom öllu aftur ofaní og setti í gang ! Þessi bíll er náttúrulega ekki á ská, BARA leiktæki

Ég gerði þetta fyrir áramót og bíllinn er enþá í fínu standi, nema hvað það er fekar vont að beygja (verður að spóla) en í staðinn rífur hann betur af stað. Ég bý í sveit þannig nóg að malarvegum til spóla og ralla á og engar löggur til að skipta sér að
Ég hef mjög mikið verið að skoða þessar íslensku bílasíður, BMWKraftur, Live2Cruize, Hugi/bilar og fleiri í töluverðan tíma. Ég tel að Bmwkraftur sé með þeim betri og er ennþá á uppleið! Spjallið á t.d. Live2Cruize er ekki eins málefnanlegt eins og hérna
Takk fyrir
